fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025

Eiginmaður minn svaf hjá átta vændiskonum en segir það ekki vera framhjáhald – Hvað á ég að gera?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 18. nóvember 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er misjafnt hvað fólk telur vera framhjáhald. Sumir draga mörkin við kossa, aðrir við persónuleg skilaboð. En ætli flestir telji kynlíf ekki sem framhjáhald. Hins vegar segir eiginmaður ráðþrota konu það ekki vera. Hann svaf hjá átta vændiskonum og segist samt sem áður ekki hafa haldið fram hjá henni. Konan leitar ráða hjá Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Bréf hennar má lesa hér að neðan.

„Kæra Deidre. Ég sá skilaboð frá vændiskonu í síma eiginmanns míns á meðan ég var að nota síma hans. Hún spurði hann hvort hann vildi hittast. Þegar ég sá skilaboðin og spurði hann út í þau hafði það engin áhrif á hann, hann stóð bara þarna á meðan veröld mín umturnaðist.

Við höfum verið gift í 25 ár. Við höfum átt okkar góðu stundir og auðvitað slæmu líka. Við hættum næstum því saman fyrir 15 árum síðan þegar ég komst að því að hann var að hitta vændiskonu. Börnin okkar voru þá sex ára og átta ára og ég gat ekki hugsað mér að sjá um þau ein. Hann lofaði mér að hann myndi aldrei vera svona heimskur aftur og við ákváðum að halda áfram og láta hjónabandið virka.

Þegar ég sá þessi skilaboð um daginn þá rifjuðust upp allar þessar gömlu sársaukafullu minningar.

Ég spurði hann hver þetta væri en hann neitaði að segja mér, þannig ég hringdi í númerið og það svaraði mér útlensk kona. Hún hélt að þetta væri hann og svaraði: „Hæ sexí, ég er komin aftur í bæinn. Ertu laus?“

Hann loksins viðurkenndi að hann væri að hitta eina vændiskonu, síðan voru þær þrjá og nú segir hann þær vera sjö eða átta. Hann hittir þær á hóteli nálægt vinnustað mínum, það er nánast eins og honum langaði að ég myndi sjá hann.

Hann hefur reynt að koma sökinni á mig með því að segja að ástæðan fyrir því að hann geri þetta er vegna þess að við stundum lítið kynlíf. Hann segir að honum þyki þetta leitt og að hann elski mig, en ég get verið nálægt honum.

Allar þessar konur eru á þrítugsaldri, hann er 51 árs. Hann reynir meira að segja að réttlæta gjörðir sínar með því að segja að hann sé ekki að halda fram hjá því hann hefur aldrei elskað þær og hann var bara að borga fyrir þjónustu þeirra. Ótrúlegt!

Mér finnst ég svo heimsk, niðurlægð og ég er ógeðslega reið. Ég hef þurft að fara í kynsjúkdómapróf þrátt fyrir að hafa bara stundað kynlíf með einni manneskju. Ég er 49 ára og mér finnst ég föst. Ég veit ekki hvort ég elski hann enn þá en ég hata hann ekki. 25 ár eru mikið til að henda í burtu.“

Deidre segir:

Eins og margir menn þá flokkar hann líf sitt í mismunandi „hólf“ (e. compermentalises). Þannig hann sér það að borga fyrir kynlíf aðskilið frá ást sinni á þér. En auðvitað þá vissi hann að það sem hann var að gera myndi særa þig, og það að hann var að ljúga að þér hefur neikvæð áhrif á samband ykkar.

En að hann hafi gert þetta svona nálægt vinnustað þínum þá finnst mér það sýna hversu sár hann var yfir kynlífsleysinu hjá ykkur. Þú þarft að heyra það til að komast í gegnum þetta. Eins og þú segir, 25 ár eru mikið til að henda í burtu.

Talið saman um hvað þið getið gert til að komast yfir þetta og enduruppgötva ást og traust til hvors annars. Auðvitað þarf hann að vera hundrað prósent miður sín yfir þessu. Hann hefði átt að tala við þig um hvernig honum líður gagnvart kynlífinu ykkar, ekki fara til vændiskvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.