fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Áttu erfitt með að sofna? Með þessu einfalda ráði er hægt að sofna fljótt og vel

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 1. nóvember 2019 22:30

Eru þau A- eða B-manneskjur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefntækni sem þróuð var af bandaríska hernum getur hjálpað þér að sofna á rúmum tveimur mínútum. Margir eiga erfitt með að sofna á kvöldin og sýna tölur frá Embætti landlæknis að meðalsvefn landsmanna hefur styst verulega á síðustu sextíu árum. Sefur þriðjungur Íslendinga 6 klukkustundir eða minna að jafnaði.

Svefn er mikilvægur fyrir margra hluta sakir, svefnleysi getur aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, sem og öðrum heilsufarsvandamálum. Í djúpsvefni á sér stað gríðarlega virkt ferli þar sem heilinn hreinsar út notuð boðefni dagsins og undirbýr nýjan dag, þar fer fram bæði endurnýjun og viðgerð á frumum. Í draumsvefni er virkjað ferli þar sem unnið er úr upplýsingum dagsins og lærdómur festist í minni.

Tæknin til að ná að sofna á aðeins tveimur mínútum er eftirfarandi, samkvæmt skýrslu hersins var árangurinn 96% eftir sex vikna æfingar.

Slakaðu á öllum vöðvum í andlitinu. Tungan, kjálkinn og vöðvana í kringum augun.

Færðu axlirnar eins langt niður og þú getur. Slakaðu svo á öðrum handleggnum, svo hinum.

Andaðu út. Slakaðu í brjóstkassanum og færðu slökunina neðar. Að lokum hefur þú slakað á öllum líkamanum.

Þegar þú hefur slakað í tíu sekúndur þá áttu að hætta að hugsa. Ekki hugsa um neitt.

Ef þú getur ekki hætt að hugsa þá getur þú endurtekið orðin „ekki hugsa“ í 10 sekúndur.

Mynd/National Park Service

Ef það er engin leið fyrir þig að hætta að hugsa á getur þú ímyndað þér að þú liggir í kanó á rólegu stöðuvatni með ekkert nema heiðskýran himinn fyrir ofan þig.

Stúlka í hengirúmi, eftir Winslow Homer.

Þú mátt einnig ímynda þér að þú liggir í hengirúmi úr flauel í dimmu herbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.