fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Eiginmaðurinn þungaði ástkonuna: „Nú stunda ég hefndarkynlíf“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 31. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eiginmaður minn hélt fram hjá mér og þungaði ástkonu sína. Þannig núna er ég að halda fram hjá bara til að standa við bakið á sjálfri mér. Ég veit að tvennt rangt gerir ekki eitt rétt, en þetta gerir mig hamingjusama,“ segir 35 ára kona í bréfi til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

Ég og eiginmaður minn höfum verið gift í sex ár. Hann á tvö börn með fyrri eiginkonu sem koma til okkar aðra hvora helgi. Hann hefur alltaf haldið því fram að hann vilji ekki fleiri börn og ég hef tekið því í sátt. Ég hélt að við værum hamingjusöm saman þar til mig byrjaði að gruna að hann væri að halda fram hjá fyrir þremur árum. Hann var alltaf að tala um ákveðna samstarfskonu. Hann byrjaði að hugsa meira um útlit sitt og „vinna lengur.“ Ég spurði hann út í það en hann sagði að ég væri með ofsóknaræði. Einn daginn skildi hann svo símann sinn eftir og ég fann nokkur skilaboð á milli hans og þessarar konu,“ segir hún.

„Þau voru að þakka hvort öðru fyrir eitthvað kvöld og spyrja hvenær þau gætu hist til að stunda kynlíf aftur. Ég var miður mín og trúði ekki að þau væru að stunda kynlíf á bak við mig. Ég hélt þessu leyndu í nokkrar vikur en ég endaði með að tala við hann.

Hann lofaði að þetta væri ekkert og við töluðum ekki saman í heilan mánuð. Síðan viðurkenndi hann að framhjáhaldið hefði staðið yfir í tvö ár og ástkonan væri ólétt og hann væri pabbinn. Hjónaband hennar er ónýtt vegna þessa.

Ég var niðurbrotin. Eitt kvöldið stakk vinkona mín upp á því að ég myndi reyna að gleyma þessu öllu og fara út að skemmta mér. Við fórum út á djammið og kynntust nokkrum gaurum. Ég fór heim með einum þeirra og stunduðum ótrúlegt kynlíf. Ég gisti nóttina.

Ég sagði eiginmanni mínum að ég hafi gist hjá vini mínum og ætli honum hafi ekki fundist hann geta spurt mig eitthvað nánar út í það.

Ég hef sagt eiginmanni mínum að ég hef ákveðið að fyrirgefa honum en ég hef haldið áfram að halda fram hjá honum með gaurnum til að hefna mín. Það lætur mér líða svo miklu betur með aðstæðurnar og ég vil ekki hætta.“

Deidre svarar konunni:

„Hefndin lætur þér kannski líða betur núna, en það eina sem þú ert í alvöru að gera er að sópa vandamálunum undir teppið. Hjónabandið þitt verður bara hamingjusamt til langtíma ef þið skuldbindið ykkur bæði að vera trú hvort öðru,“ segir hún.

„Eiginmaður þinn ætti að spila virkt hlutverk í lífi allra þriggja barnanna sinna. Getur þú höndlað það? Honum ber líka lögleg skylda að borga meðlag með þeim öllum. Segðu honum að þið tvö þurfið að tala almennilega saman og hættu að halda fram hjá honum á meðan þið vinnið úr þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.