fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025

Áhrifavaldur lagður í einelti eftir að hafa afhjúpað hjónaband sitt með 58 ára gömlum karlmanni

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 18. október 2019 07:00

Hjónin. Mynd: YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mindy Minx er 27 ára og heldur úti vinsælli YouTube-rás. Hún er með yfir 200 þúsund áskrifendur og snýst rásin hennar mestmegnis um snyrtivörur og fegurðarráð en hún leyfir einnig fólki að fylgjast með sínu daglega lífi.

Fyrir tæplega ári síðan fóru fylgjendur hennar að vera forvitnir um hvaða karlmann hún var oft að tala við í myndböndunum sínum, en það sást aldrei í hann.

Hún ákvað að afhjúpa eiginmann sinn í YouTube-myndbandi, hinn 58 ára gamla Larry. Í kjölfarið fengu þau fjölda skilaboða þar sem þau voru bæði harðlega gagnrýnd fyrir 30 ára aldursmismun sinn. Hann var meðal annars kallaður barnaníðingur og hún kölluð gullgrafari (e. gold-digger).

Mindy og Larry voru gestir Dr. Phil á dögunum og ræddu um áreitið. Mindy segir að þau fá ekki aðeins ljót skilaboð á netinu, heldur eru þau áreitt í sínu daglega lífi. Einhver einstaklingur hefur hringt stanslaust í Mindy, annar aðili hringdi í faðir hennar og svo hefur fólk sent pítsur heim til þeirra.

Dr. Phil ráðlagði þeim að pæla ekkert í gagnrýnendum og veita þeim enga athygli.

„Aldrei veita hatara (e. hater) athygli, aldrei aldrei aldrei. Því það gefur þeim völd,“ sagði Dr. Phil. „Sumir elska að hata.“

Hér eru nokkur ráð sem hann gaf þeim til að kljást við net-einelti:

„Ekki svara, það er nákvæmlega það sem þau vilja.

Blokkaðu þau og tilkynntu.

Áttaðu þig á því að þau eru einfaldlega að reyna að fá viðbrögð. Ekki leyfa þeim að hafa stjórnina með því að bregðast of hart við.

Haltu ró þinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðni sendir neyðarkall: Stofnun sem hjálpað hefur mörgum berst fyrir lífi sínu

Guðni sendir neyðarkall: Stofnun sem hjálpað hefur mörgum berst fyrir lífi sínu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.