fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Hanna berst við krabbamein og vill að líknardauði verði leyfður – „Ég á að geta ákveðið hvenær ég vil deyja“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. október 2019 20:00

Hanna ásamt eiginmanni sínum og barni / Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Olivas veit að hún á ekki mikið eftir ólifað en hún er með sjaldgæft krabbamein í blóði.

Hanna veit samt nákvæmlega hvernig hún vill að hennar nánustu hugsi um hana þegar hennar tími er liðinn. Hanna ræddi við People.com um málið.

„Ég vil að fjölskyldan mín muni eftir mér sem brosandi, ánægðri og friðsamlegri konu sem elskaði lífið.“

Hanna er fjögurra barna móðir en hún býr í Las Vegas ásamt eiginmanni sínum Jerry Olivas. Hanna vill deyja áður en krabbbameinið verður sem verst. 

„Krabbameinið mitt á eftir að veita mér langan og kvalarfullan dauða svo ég vil deyja áður en hlutirnir verða of slæmir.“

Hanna er 45 ára gömul í dag en hún var greind með krabbameinið árið 2017. Í kjölfarið voru henni gefnar lífslíkur upp á þrjú til fimm ár en hún eyddi síðustu tveimur árum í krabbameinsmeðferðum.

Læknarnir hennar hafa nú sagt henni að öll von sé úti og hún á líklegast einungis eitt ár eftir. Hanna vill njóta lífsins sem hún á eftir. Þess vegna vill hún geta ákveðið að deyja áður en sársaukinn fer að hamla henni í að lifa lífinu eins og hún vill.

„Það síðasta sem ég vil gera er að deyja, en það mun gerast hvort eð er. Ég á að geta ákveðið hvenær ég vil deyja.“

Þegar tíminn kemur mun Hanna tæma duft í glas af vatni eða safa og drekka það á meðan hún er umkringd öllum sínum nánustu. Hún mun þá sofna á nokkrum mínútum og síðan deyja á innan við klukkustund.

Þar sem líknardauði er ekki leyfilegur í Nevada þar sem þau búa þá þurfa þau að flytja til Kaliforníu áður en hún getur dáið með þessum hætti. Hanna veit ekki ennþá hvenær hún muni deyja en hún er búin að ákveða hvar hún vill gera það. Hún vill deyja á meðan hún horfir á Kyrrahafið með allri fjölskyldunni sinni.

„Vatnið er svo friðsælt. Það að deyja er hræðilegt en fjölskyldan mín mun ekki sjá mig þjást og ég mun ekki finna fyrir sársauka. Ég fer bara í friði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Æskuheimili fyrrverandi forseta Íslands til sölu

Æskuheimili fyrrverandi forseta Íslands til sölu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.