fbpx
Föstudagur 25.september 2020

Þórdís Elva segir íslensk lög hvetja ofbeldismenn til að níðast á eigin börnum frekar en fullorðnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. október 2019 13:30

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrirlesari, rithöfundur og aktívisti með meiru.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðin tíu ár hefur Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrirlesari, rithöfundur og aktívisti, haldið því fram að lagabálkur Íslendinga beinlínis hvetji ofbeldismenn til að níðast fremur á eigin börnum en að beita fullorðna kynferðisofbeldi, og það með sérstökum refsiafslætti. Hún gerði það fyrst í bók sinni, Á mannamáli, og gerir það aftur í pistli á Stundinni.

Þórdís Elva vísar í almenn hegningarlög sér til stuðnings.

„Þar myndirðu finna 194. grein, sem segir að nauðgun sé samræði eða kynferðismök án samþykkis, og að samþykki teljist liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Refsingin skal vera þyngri ef þolandinn er barn undir 18 ára aldri, að hámarki 16 ára fangelsisvist. Gott og vel. Svo myndir þú rekast á eftirfarandi texta í 200. grein:

Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja skal sæta fangelsi allt að [8 árum] 1) og allt að [12 ára] 1)fangelsi sé barnið [á aldrinum 15, 16 eða 17 ára],

skrifar Þórdís Elva í pistli á Stundinni.

„Bíddu við – það er sem sagt vægara brot að eiga ósamþykkt kynferðismök við barn sitt (8–12 ára hámarksrefsing), heldur en við fullorðna manneskju (16 ára hámarksrefsing)? Hvað í fjandanum er hér á ferðinni?“

Þórdís Elva segir börn geta ekki með nokkru móti samþykkt kynmök við foreldri sitt.

„Enda getur frjálst og óþvingað samþykki einungis verið veitt milli jafningja, ekki í aðstæðum þar sem annar aðilinn stendur höllum fæti,“ segir Þórdís Elva og nefnir tvö dæmi.

„Þar af leiðandi geta fangar aldrei samþykkt mök við fangaverði, né getur fólk sem býr á sambýli samþykkt mök við starfsfólk sambýlisins.“

Þórdís Elva segir það óskiljanlegt að samþykkisskortur 17 ára barns skuli teljast tvöfalt léttvægari en samþykkisskortur fullorðinnar manneskju án nokkurra skyldleikatengsla. En í fyrra tilfellinu er 8 ára hámarksrefsing og í seinna 16 ára hámarksrefsing.

„Þetta verður enn dularfyllra með tilliti til þess að náin tengsl eiga að leiða til þyngri refsingar, ekki öfugt,“ segir Þórdís Elva.

„Ef þú héldir áfram lestrinum myndirðu sjá að í 202. grein segir: Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára], skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum].

Semsagt: Ef barnið er undir 15 ára aldri skipta skyldleikatengsl ekki lengur máli. Það eru einfaldlega þung viðurlög við því að eiga kynmök við barn sem er 14 ára eða yngra, hvernig sem það tengist manni.“

Þórdís Elva ber saman þessar þrjár lagagreinar.

„Nú myndi ég vilja að þú bærir saman þessar þrjár lagagreinar og ímyndaðir þér að Jón nokkur eigi þrjár dætur. Í ljós kemur að hann misnotar þær allar. Hann á yfir höfði sér 16 ára hámarksrefsingu fyrir að misnota 14 ára dóttur sína (skv. 202. gr.), 12 ára hámarksrefsingu fyrir að misnota 15 ára systur hennar (skv. 200. gr.), og 8 ára hámarksrefsingu fyrir að misnota 17 ára dóttur sína (skv. 200. gr.). Nauðgi Jón hins vegar ókunnugri konu, burtséð frá aldri hennar, á hann yfir höfði sér 16 ára hámarksrefsingu (skv. 194. gr.), eða tvöfalt þyngri refsingu en fyrir að misnota elstu dóttur sína,“

segir Þórdís og bætir við að það sé ekki einungis undarlegt misræmi í aldursviðmiðum 194. greinar og 200. greinar, heldur munar einnig 4 til 8 árum á hármarksrefsingunni.

„En dómar í kynferðisafbrotamálum hafa allajafna verið á bilinu 1-3 ár. Þetta er sem sagt enginn minni háttar munur, það munar í raun heilum dómi og gott betur,“ segir Þórdís Elva.

„Nú myndi ég vilja að þú litir upp úr lestrinum á lagasafninu, kæri lesandi, og kæmist að hinni óumflýjanlegu og jafnframt hrollvekjandi niðurstöðu að eini afslátturinn sem er veittur af hámarksrefsingu fyrir ósamþykkt kynmök er þegar 15, 16 og 17 ára börnum er nauðgað af foreldrum sínum/forráðamönnum.“

Þórdís Elva berst fyrir réttindum kvenna á Instagram. Hún sagði frá því í viðtali við DV í apríl hvernig hún hafði verið sett í skuggabann á miðlinum fyrir að vera hávær um femínísk málefni.

„Ég stend oft í stappi á Instagram, aðallega við karlkyns notendur, sem hafa fett fingur út í það að ég gef börnum mínum brjóst, tala um kvenréttindi, femínisma, tala gegn kynferðisofbeldi og svo framvegis. Þannig mig grunar að þetta hafi verið samantekin ráð til að þagga niður í mér. En ég læt það að sjálfsögðu ekki þagga niður í mér, allra síst með svona leiðum,“ sagði Þórdís Elva.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“

50 þúsund króna sekt fyrir að segja að Guðmundur væri „Aumingi Rassgatsson“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Notaðir smokkar seldir sem nýir í ótrúlegu magni

Notaðir smokkar seldir sem nýir í ótrúlegu magni
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Eru dagar ríkisgluggapóstsins taldir? Bjarni leggur til rafrænt pósthólf

Eru dagar ríkisgluggapóstsins taldir? Bjarni leggur til rafrænt pósthólf
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur

Valsmenn settu nokkra fingur á bikarinn eftir stórsigur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Krár og skemmtistaðir opna aftur

Krár og skemmtistaðir opna aftur
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þóranna krafðist þess að Síminn fjarlægði teiknimynd: „Mér gersamlega blöskraði“

Þóranna krafðist þess að Síminn fjarlægði teiknimynd: „Mér gersamlega blöskraði“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.