fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Reykti 20 sígarettur á dag og hugsaði ekkert um heilsuna – Ótrúleg breyting

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki eru mörg ár síðan hin ástralska Ella Martyn reykti tuttugu sígarettur á dag, borðaði mat sem að miklu leyti samanstóð af ruslfæði og drakk áfengi í tíma og ótíma. Ella ákvað að gera róttækar breytingar á lífsstíl sínum með þeim árangri að í dag er hún afreksmanneskja í fitness.

Ella starfar sem einkaþjálfari og rekur eigin vefsíðu þar sem hún gefur viðskiptavinum góð ráð um hreyfingu og mataræði. Áður en að áhugi hennar á líkamsrækt kviknaði spáði hún lítið í hreyfingu eða mataræði.

„Ég var aldrei sérstaklega ánægð með útlit mitt. Ég var það sem sumir kalla mjó-feit (e. skinny-fat). Ég var rúm 70 kíló og þó ég væri ekki í mikilli ofþyngd leið mér þannig. Ég reykti 20 sígarettur á dag, drakk áfengi í miklum mæli reglulega og borðaði til að mér liði betur í sálinni,“ segir hún við ástralska vefmiðilinn News.co.au.

Segja má að allt hafi breyst þegar Ella ákvað að læra einkaþjálfun. Þá áttaði hún sig betur á hvað hún þyrfti að gera til að viðhalda góðum árangri. Fyrir fimm árum byrjaði hún að stunda lyftingar. „Ég sá breytingar á líkamanum alveg um leið. Í kjölfarið fór ég að afla mér þekkingar um næringu og mikilvægi þess að hafa gott hugarfar,“ segir hún.

Ella, sem er 31 árs, hefur tekið þátt í fitness-keppnum undanfarin misseri með góðum árangri. Áður en langt um líður mun hún taka þátt í sinni fyrstu keppni sem atvinnumaður.

Hún segir að fjölbreytt mataræði sé lykillinn að góðum árangri en einnig sé mikilvægt að halda réttri æfingaáætlun. Hún stundar lyftingar, eða mótstöðuæfingar, fimm sinnum í viku og þá stundar hún brennsluæfingar einnig. Ella viðurkennir að ákveðnir öfgar fylgi því að taka þátt í fitness, sérstaklega þegar kemur að niðurskurði vikurnar fyrir keppni. Þegar hún er ekki að fara keppa lyftir hún fjórum sinnum í viku og tekur aðeins eina æfingu þar sem hún fer á stigvélina.

Ella segir að jákvætt hugarfar sé lykillinn að árangri – alveg sama hvert fólk stefnir. Skiptir þá engu hvort viðkomandi stefnir á þátttöku í fitness eða hvort markmiðið sé að auka vöðvamassa eða léttast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.