fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Skelfilegur sólbruni unglings vekur athygli: „Mín skelfilegu mistök hafa verið lærdómsrík“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 29. júlí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maisie Squires, 16 ára, brenndist alveg skelfilega í fríi á Kúbu. Maisie var að kafa með fjölskyldunni í klukkutíma þegar hún brenndist svona illa. The Sun greinir frá.

Hún fékk tvær stórar blöðrur eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Mynd: Maisie Squires/Facebook

Maisie deildi myndinni og sagði að þetta hafi verið ástandið á henni rétt fyrir níu klukkutíma flug heim til Bretlands.

„Ekki spá í hversu bólgið og ógeðslegt bakið mitt er, en þetta er hvað sólbruni minn breyttist í þennan morgun, rétt fyrir níu klukkutíma flug til Bretlands. Svo hissa! Notið sólarvörn,“ skrifar Maisie.

Hún sagðist hafa verið með sólarvörn en sterku sólargeislarnir þurftu aðeins klukkustund til að brenna hana hrikalega illa.

„Ég var að kafa í klukkutíma og bakið mitt var í sólinni, en ég áttaði mig ekki á því að ég væri að brenna og ég var með sólarvörn. Ég fékk svona blöðrur því sólin var mjög heit í Kúbu á þriðjudaginn og ég er með mjög ljósa húð.“

Myndir af sólbruna Maisie hafa vakið mikla athygli og gengið eins og eldur í sinu um netheima.

Yfir tólf þúsund manns hafa deilt færslunni áfram og fjöldi fólks skrifað við myndina og lýst áhyggjum sínum.

Fólk hvatti hana að leita sér læknishjálpar og sagði að hún ætti alls ekki að fljúga heim í þessu ástandi.

Maisie svaraði á Facebook og sagði að hún hafði farið til læknis þegar hún kom heim og henni sagt að sprengja ekki blöðrurnar sjálf heldur myndu þær springa sjálfar með tímanum. Á myndinni hér að neðan má sjá þegar blöðrurnar hafa sprungið, en bakið enn þá mjög brennt og illa farið.

Mynd: Maisie Squires/Facebook

Maisie deildi síðast uppfærslu fyrir nokkrum klukkustundum síðan og þakkaði öllum fyrir skilaboðin sem hún hefur fengið.

Mynd: Maisie Squires/Facebook

„Bakið mitt er að gróa svo vel og hratt. Takk allir sem skrifuðu falleg skilaboð til mín. Vonandi mun fólk vita að nota sólarvörn í framtíðinni. Mín skelfilegu mistök hafa verið lærdómsrík fyrir flesta og einnig mig sjálfa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.