fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Svona gerði Hildur Hlín upp pallinn – Sjáðu myndirnar

Öskubuska
Föstudaginn 12. júlí 2019 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hildur Hlín er bloggari á Öskubuska.is. Hún tók nýlega pallinn í gegn og deilir því hér með lesendum. Við gefum henni orðið:


Við Halldór keyptum okkur hús í lok árs 2017 og höfum við hægt og rólega verið að gera það að okkar. Fyrst skiptum við um parket og hurðar inni ásamt því að mála og síðan höfum við ekki gert mikið fyrr en núna í sumar. Við vorum búin að ákveða að garðurinn og pallurinn yrði næsta verk – og stórt verk það er. Garðurinn okkar er í algjöri órækt og hefur verið lítið viðhaldið síðustu ár og pallurinn hefur sömuleiðis örugglega ekki séð málningarpensil í einhver ár.

Hér erum við að byrja að þvo pallinn

Þar sem að veðrið er búið að vera yndislegt síðustu vikur þá ákváðum við að byrja á pallinum og breyta aðeins til. Pallurinn er vægast sagt stór, en eftir að hafa reiknað fermetra fjöldann út komumst við að  því að hann er rúmlega 120 m2 að stærð! Pallurinn ásamt öllu tréverki við húsið er dökkbrúnt að lit og langaði mig að mála allt dökkgrátt. Ég byrjaði á því að fá nokkrar litaprufur og taka test til að sjá hvað myndi koma best út. Þar sem að pallurinn var mjög dökkur fyrir var Kjörvara-liturinn Granítgrár frá Málningu fyrir valinu, en það er þekjandi litur. Halldór keypti sér málningarsprautu frá Bosch og sprautaði allt grindverkið með henni og vá hvað það sparaði mikinn tíma, vorum einungis 4 klst að sprauta allt grindverkið.

Pallurinn sjálfur var svo annað mál, en þar þurftum við að þrífa og pússa upp allan pallinn þar sem að hann var illa farinn sem og að taka eins mikið að dökkbrúnalitnum í burtu.  Við byrjuðum á því að kaupa okkur hreinsiefni og bárum það á ásamt því að háþrýstiþvo allan pallinn. Þegar það var búið og viðurinn orðinn alveg þurr þá leigðum við slípivél í Húsasmiðjunni og eyddum tveimur dögum i að pússa, bæði með henni og svo juðara til að taka staðina sem vélin náði ekki. Eftir að pallurinn var tilbúinn undir málningu þá var að finna rétta litinn á hann. Hugmyndin var að hafa sama eða svipaðan lit á honum og grindverkinu, en þegar ég fór að kaupa litinn rak ég augun í ljósari lit sem okkur fannst eiginlega talsvert flottari og ákváðum við að prufa hann. Liturinn sem við völdum heitir Fjelbris og er frá Gjøco og fórum við tvær umferðir yfir pallinn með honum.

Ég er svo ánægð með útkomuna og finnst þetta koma mun betur út en ég þorði að vona. En þá er það bara næsta verk – að setja girðingu utan um garðinn, timbrið er mætt og þá er bara að hefjast handa!

Fylgdu mér á instagram @hildurhlin

Færslan birtist fyrst á Öskubusku.is og er birt hér með leyfi höfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.