fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Heiðrún Gréta: 5 góðar leiðir til þess að auka sköpunargáfu barna

Heiðrún Gréta
Föstudaginn 7. júní 2019 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Gréta er nýr penni hjá Bleikt. Heiðrún er tveggja barna móðir og eiginkona. Hún er með jaðarpersónuleikaröskun og skrifar mikið út frá því. Heiðrún hefur áhuga á öllu sem staðlar að því að læra að elska sjálfa sig og finna það sem veitir henni gleði. Við gefum henni orðið.

Það er mikilvægt að stuðla að heilbrigðu ímyndunarafli hjá börnum. Barninu þínu finnst eflaust æðislegt að fá að fingramála og blanda litunum saman. Þú reynir mögulega að hvetja barnið og spyrð: „Hvað ertu að mála?“ Barnið segir „Ég veit ekki“ eða ypptir öxlum. Barnið hefur nefnilega ekki pælt í því að það þurfi að búa til eitthvað ákveðið fyrr en þú minnist á það. Börn eru meistarar augnabliksins, þau elska að finna málinguna renna á milli fingrana og strjúka svo yfir blaðið, hvernig það er þegar þau strá glimmeri á blað og jafnvel hljóðið sem kemur þegar þau strjúka málingarbursta yfir blaðið.

Að stuðla að skapandi list hjálpar börnum að þroskast andlega, tilfinningalega og félagslega. Með því að handleika málingabursta lærir barnið fínhreyfingar og þegar barni líður vel á meðan það gerir eitthvað skapandi þá eykur það sjálfsöryggi og vellíðan.

Hér eru 5 góðar leiðir til þess að auka sköpunargáfu barna:

1. Búðu þig undir drasl. Settu upp stað þar sem að barnið fær að skapa og prófa sig áfram að vild. Ef veður leyfir, leyfðu barninu að mála utandyra eða settu plastdúk, jafnvel einfaldan svartan ruslapoka á borðstofuborðið og leyfðu barninu að skemmta sér.

2. Forðastu að gefa barninu leiðbeiningar eins og að segja því að mála regnboga. Bjóddu barninu frekar að prófa sig áfram með litina, blanda þeim saman, prófa mismunandi bursta eða fingurna.

3. Talaðu sérstaklega um listina þegar þú talar við barnið. Í staðin fyrir að gefa venjuleg hrós, spurðu barnið frekar afhverju það valdi litina sem það notaði. Til dæmis „Ég sé að þú notar mikið grænan. Afhverju valdirðu þennan lit?“

4. Ekki teikna með barninu. Þegar foreldri teiknar eitthvað sérstakt þá getur það dregið úr áhuga barnsins. Barnið getur hugsað: „Ég get ekki teiknað svona eins og mamma.“ Vertu frekar nálægt barninu og fylgstu með. Biðji barnið þig um að teikna eitthvað sérstakt fyrir sig, hvettu barnið frekar til þess að reyna sjálft og sýndu því áhuga.

5. Leyfðu verkinu að vera eins og það er. Þegar barnið er búið, ekki ýta barninu í það að klára, eða bæta við. Það er mikilvægt fyrir barnið að finna að það sem barnið bjó til sé nóg. Þótt það sé bara punktur á blaði.

Mundu svo bara að njóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum