fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Æsa er gröð og vill sofa hjá mörgum: „Verð ég ennþá svona þegar ég verð fertug?“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Miðvikudaginn 1. maí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæra Ragga

Ég er 20 ára stelpa með gríðarlegan áhuga á kynlífi. Ég er ekki í föstu sambandi en er búin að vera að sofa við og við hjá nokkrum strákum. Mig langar ekki í samband því ég er bara einfaldlega of æst í of marga stráka og gæti líklega ekki verið trú einum gæja. Ef ég drekk vín verð ég sérstaklega gröð og hreinlega VERÐ að fá kynlíf. Ég hef ekki orðið ástfangin ennþá.

Um daginn var ég að ræða þetta við vinkonu mína og hún var geðveikt hneyksluð á mér – sagði að ég væri örugglega með brókarsótt! Ragga mín, hvernig er eiginlega brókarsótt skilgreind? Er þetta ólæknandi ástand? Verð ég ennþá svona þegar ég verð fertug?

Með von um svar,
Æsa

Sæl æsta Æsa

Brókarsótt er orð sem var notað í gamla daga um konur sem höfðu mikla kynorku innra með sér og gerðu eitthvað í því að fá útrás fyrir hana. Orðið er frekar neikvætt í eðli sínu og gefur til kynna að sú brókarsjúka sé haldin óeðli eða sjúkdómi.

Á sama tíma voru karlmenn sem sýndu af sér svipaða hegðun kallaðir kvennamenn, Casanovar eða Don Juan-ar – sem vísaði til lauslátra karlkyns söguhetja sem nutu aðdáunar í hvívetna.

Þetta endurspeglar auðvitað ekkert nema fordóma gagnvart kynhvöt kvenna en eins og þú kannski veist er ekki meira en tæplega hálf öld eða svo síðan konur endurheimtu rétt sinn til kynferðislegra nautna um það leyti sem þær gátu farið að stjórna lífi sínu og líkömum með tilliti til barneigna.

Í dag eimir þó eftir af þessari forneskju því kynríkar konur fá gjarnan á sig dræsustimpil á meðan karlarnir eru kallaðir kynfolar eða ástarmaskínur. Við búum því miður ennþá við þann veruleika konur sem eru kynferðislega opnar og fara ekki í grafgötur með greddu sína, verða oft fyrir drusluskömm og hinar félagslegu afleiðingar fyrir þær eru mun alvarlegri en fyrir karla sem sýna nákvæmlega sömuhegðun.

Ef þú ert æst í svona marga stráka ættir þú ekki að pína þig í fast samband bara til þess að reyna að þykjast vera prúð stúlka og uppfylla einhverja staðalímynd. Þú ættir frekar að sjá til þess að það kynlíf sem þú stundar sé sem öruggast m.t.t. kynsjúkdóma og óvelkominna þungana og passa upp á tilfinningar þínar ekki síður en annarra. Kannski ertu bara svona gröð á þessu tímabili í lífi þínu og það er ekkert að því og kannski áttu alltaf eftir að verða svona gröð. Ég þekki fullt af fertugum+ konum sem eru mjög graðar og gleðjast yfir því!

Notaðu líka kynorkuna til þess að elska sjálfa þig og vera skemmtileg og skapandi kona. Sjálfsfróun er líka kynlíf og það öruggasta sem þú kemst nokkurn tíma í.

Æst kveðja,
Ragga

Sjá meira á raggaeiriks.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Ólýsanlegur harmleikur rústaði lífi tveggja fjölskyldna eftir að lögreglan fór mannavillt – „Mamma, ég elska þig en ég get þetta ekki“

Ólýsanlegur harmleikur rústaði lífi tveggja fjölskyldna eftir að lögreglan fór mannavillt – „Mamma, ég elska þig en ég get þetta ekki“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Grunlaus fótboltaaðdáandi slær í gegn – „Ég fékk Coldplay-meðferð“

Grunlaus fótboltaaðdáandi slær í gegn – „Ég fékk Coldplay-meðferð“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Framkvæmdastjóri N1: Pítsufyrirtækið var besti skólinn

Framkvæmdastjóri N1: Pítsufyrirtækið var besti skólinn
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum dómsmálaráðherra lýsir því þegar hann tilkynnti Trump um andlát Epsteins

Fyrrum dómsmálaráðherra lýsir því þegar hann tilkynnti Trump um andlát Epsteins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.