fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021

Stal nektarmyndum af tengdasyninum úr síma dóttur sinnar

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 4. febrúar 2019 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna líklega flestir eftir því þegar þeir hittu tilvonandi tengdaforeldra sína í fyrsta skiptið. Stress hnúturinn í maganum sem myndast vegna þess hversu miklar áhyggjur fólk hefur yfir því að koma vel fyrir. Yfirleitt ganga þessar áhyggjur yfir á nokkrum heimsóknum og sambandið vex og dafnar í rétta átt.

Það eru þó sumir sem lenda í því að eiga í einhverskonar óþægilegu eða vandræðalegu sambandi við tengdaforeldra sína alla ævi. Það má vanalega rekja til mismunandi persónuleika eða einhverskonar ósætti sem er þó ekki mjög alvarlegt. En svo eru einn og einn sem lenda í því að eiga í stórfurðulegu og jafnvel óeðlilegu sambandi við tengdaforeldra sína, líkt og maður einn sem greindi frá vandræðalegri stöðu sinni á Reddit en Metro segir frá.

Maðurinn kynntist tengdamóður sinni fyrir nokkrum árum síðan og fljótlega varð honum og konu hans ljóst að móðir hennar bar aðeins of miklar tilfinningar til hans. Tengdasonurinn sem er menntaskólakennari frá Suður Afríku ræddi við tengdamóður sína um óþægilegu stöðuna sem hann var komin í og bað hana að vera ekki að bera tilfinningar sínar á borð. Fljótlega minnkaði viðreynsla tengdamóðurinnar en hún hélt þó áfram að daðra við tengdason sinn. Hann og kona hans tóku eftir því en ákváðu að láta þá hegðun fram hjá sér fara þar sem konan var mikill daðrari að eðlisfari.

Sendi sér klúrar myndir af tengdasyninum

Dag einn þegar kona mannsins var með móður sinni, brá hún sér á salernið og skyldi símann sinn eftir frammi á meðan. Þegar hún kom til baka áttaði hún sig á því að móðir hennar hafði farið í símann, skoðað myndirnar hennar og ákveðið að senda sér dónalegar myndir sem hún fann af tengdasyninum.

„Mér finnst virkilega brotið á mér núna. Konan og ég höfum verið saman í nokkur ár og við höfum lagt það í vana okkar að senda hvoru öðru klúrar myndir. Það er bara okkar hlutur. Þetta er hræðilegt. Við konan höfum nokkuð skrítin áhugamál þegar kemur að kynlífi og myndirnar voru bara fyrir hana. Það verður mjög vandræðalegt fyrir mig ef einhver annar sér þessar myndir,“ segir maðurinn um þá stöðu sem hann stendur nú í.

Kona hans stendur með sínum manni og ákváðu þau að banna henni að mæta í fjölskyldumatarboð um nýliðna helgi.

„Við ætluðum að bjóða henni, mági mínum og konu hans í mat en við ákváðum að banna henni að mæta. Núna er hún að segja öllum að við séum að einangra hana og af því að ástæðan er svo vandræðaleg þá þori ég ekki að segja fólki af hverju.“

Staðan sem þetta greyið par stendur í er heldur vandræðalegt og vonandi ná þau að leysa úr því sem fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

„Eiður Smári verður eitthvað aðeins að fara að huga að þessari drykkju sinni“

„Eiður Smári verður eitthvað aðeins að fara að huga að þessari drykkju sinni“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Bitsjúkir fótboltamenn sem hafa mætt svangir á völlinn

Bitsjúkir fótboltamenn sem hafa mætt svangir á völlinn
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Siggi hakkari grunaður um stórtækt svindl í vöruúttektum – „Hann keyrir um á hvítri Teslu og er bara að taka út vörur“

Siggi hakkari grunaður um stórtækt svindl í vöruúttektum – „Hann keyrir um á hvítri Teslu og er bara að taka út vörur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ótrúlegur sprettur Mbappe í gær

Ótrúlegur sprettur Mbappe í gær
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Trump gengur illa að finna útgefanda að endurminningum sínum – Óttast ósannindi hans

Trump gengur illa að finna útgefanda að endurminningum sínum – Óttast ósannindi hans
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Hófu loftárásir á Gaza í gærkvöldi

Hófu loftárásir á Gaza í gærkvöldi