fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Biður foreldra að bólusetja börnin sín: „Svona lítur átta mánaða gamalt barn með mislinga út“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til ykkar sem taka ákvörðun um að bólusetja ekki börnin ykkar. Svona lítur átta mánaða gamalt barn með mislinga út. Ég hef viljandi ekki sett þessa mynd á samfélagsmiðla þar til núna þar sem ég vildi ekki vera sökuð um hræðsluáróður.“

Þetta segir Kiora Pen, móðir hins átta mánaða gamla Marshall sem greindist í gær með mislinga.

„Allir sem þekkja eða hafa hitt Marshall vita að hann er svo hamingjusamt barn. Þar til fyrir nokkrum vikum síðan en þá fór honum að líða illa. Við höfum núna verið á spítala síðan 31 október þegar útbrot hans fóru að birtast, hann fór að neita mat og byrjaði að fá næringarskort.“

Mynd: Facebook/Kiora Pen

Kiora segir að síðan Marshall fékk mislinga hafi hann gengið í gegnum mikinn sársauka, misst mikla þyngd og grátið mjög mikið.

„Nú er ónæmiskerfi hans virkilega lélegt og okkur hefur verið ráðlagt að fara ekki með hann út úr húsi í að minnsta kosti tvær vikur. Vegna kuldans gæti það verið framlengt.“

Það sem Kiora segist mest reið yfir er það að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi veikindi Marshalls.

„Marshall er of ungur til þess að fá MMR sprautuna en það er fullt af fullorðnu fólki sem velur það að bólusetja ekki börnin sín sem eru orðin nógu gömul. Börn eins og Marshall reiða sig á það að önnur börn séu búin að fá MMR sprautuna til þess að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir.“

Segist Kiora ekki skilja af hverju fólk myndi velja það að barnið þeirra gangi í gegnum þetta í staðin fyrir að bólusetja.

„Þú hefur valdið til þess að stöðva það að önnur börn þjáist líka. Vinsamlegast bólusetjið börnin ykkar. Það hafa núna verið staðfest yfir 900 tilfelli af mislingum í Bretlandi árið 2018. Fjöldinn hefur nánast tvöfaldast síðan árið 2016.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu