fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Hulda vill kela en hann vill alltaf ríða!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 21. október 2018 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæ!

Ég er 28 ára kona. Er búin að vera í sambandi við manninn minn í 3 ár. Fljótlega eftir að við byrjuðum að vera saman varð ég ófrísk og núna er annað á leiðinni. Ég hef undanfarið fundið fyrir svona leiða í kynlífinu eins og þetta sé orðið að skyldu t.d spyr maðurinn minn oft „er kynlíf í kvöld? “ og „ætlar þú í sturtu? “, sem er þá sama spurningin, þ.e. er kynlíf?

Mig langar ekki til að þetta sé svona fyrirfram ákveðið. Kynlífið hjá okkur endar líka alltaf með samförum en mig langar stundum til að kynlíf sé bara kossar og knús og jafnvel ekki inni í rúmi, en þá verður minn maður fúll.

Áttu ráð handa mér…? Líka hvaða leiðir er hægt að prófa til að þetta verði fjölbreyttara? Við eigum svolítið af leikföngum sem við notum stundum reyndar og líkar vel.

Takk fyrir,
Hulda

Heil og sæl Hulda

Kannski er ekki málið að hrúga inn leikföngum, nýjum stellingum eða kynlífi á óhefðbundnum stöðum. Kannski væri frekar vænlegt að huga að því hvernig þið lítið á kynlíf ykkar… þú ert greinilega gefin fyrir knús og kelerí en lýsir manninum þínum sem samfarasinna.

Ég held að fyrsta skrefið fyrir ykkur væri að ræða málin – ekki þegar pirringurinn ber þig (eða ykkur) ofurliði heldur einmitt þegar allt er í góðum gír á milli ykkar. Ef kona fer inn í svona umræður knúin áfram af pirringi er hætt við að allt lendi í ásökunum og sárindum í kjölfarið. Ef það er mjög erfitt fyrir ykkur að ræða hlutina og vinna í þessum málum legg ég til að þið leitið ykkur ráðgjafar hjá hlutlausum aðila.

Kær kveðja og gangi ykkur vel,

Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.