fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Lestrarátakið er hafið – fimm krakkar verða persónur í ofurhetjubók Ævars

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lestrarátak Ævars vísindamanns hófst í fjórða sinn þann 1. janúar síðastliðinn.

Síðustu þrjú ár hafa samanlagt verið lesnar rúmlega 177 þúsund bækur í átakinu og því spennandi að sjá hvernig til tekst í þetta skiptið. Sú nýlunda verður höfð á í ár að krakkar í unglingadeild mega taka þátt og þess vegna geta nú allir í 1.-10. bekk verið með.

Fyrir hverjar þrjár bækur sem krakkarnir lesa fylla þau út miða sem má finna á næsta skólabókasafni og skilja eftir þar. Því fleiri bækur sem þú lest, því fleiri miða áttu í pottinum. Þann 1. mars, þegar átakinu lýkur, verða allir miðarnir sendir til Ævars, sem mun af handahófi draga fimm miða úr lestrarátakspottinum. Þessir fimm krakkar verða gerðir að persónum í ævintýralegri ofurhetjubók sem kemur út í vor, sem er um leið fjórða bókin í Bernskubrekum Ævars vísindamanns. Athygli er vakin á því að íslenskir krakkar í útlöndum geta líka tekið þátt, en hægt er að nálgast lestrarmiðana og prenta þá út í gegnum www.visindamadur.is.

Átakið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Forlaginu, Brandenburg auglýsingastofu, Póstinum, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Heimili og skóla, DHL á Íslandi, Barnavinafélaginu Sumargjöf og Þjónustumiðstöð bókasafna.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Ævars vísindamanns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.