fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Hrafn leigir út umdeilt hús

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. júlí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir, eigendur Blind Raven veitingahússins í Vatnsholti, hafa leigt hús af Hrafni Gunnlaugssyni.

Um er að ræða umdeilt hús við Helluvatn, Elliðavatnsblett 3, sem deilur stóðu um á milli Hrafns og Orkuveitu Reykjavíkur.

Málið á sér aðdraganda 90 ár aftur í tímann, til dagsins 30. júní árið 1927, þegar landeigendur Elliðavatns seldu jörðina til Reykjavíkurborgar gegn vissum skilyrðum.

Dómur féll í máli Orkuveitunnar gegn Hrafni Gunnlaugssyni þann 14. júní 2016 þar sem segir í dómsorði: „Stefnanda, Hrafni Gunnlaugssyni, eru heimil afnot af lóðinni Elliða­vatns­bletti 3 í eigu stefnda, Orkuveitu Reykjavíkur, í 15 ár talið frá uppkvaðningu þessa dóms. Rétt­ur­inn er bundinn við stefnanda og fellur niður að honum látnum.“

Ekki er búið að þinglýsa leigusamningi, en í símtali við blaðamann DV staðfestir Jóhann Helgi að hann hafi leigt þetta fallega hús til næstu 14 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.