fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Frægir og fjarverandi: Hverjir létu sig vanta í konunglega brúðkaupinu?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 21. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og vitað er gekk Harry Bretaprins að eiga leikkonuna Meghan Markle á laugardaginn síðasta í Windsor-kastala og var tæplega sex hundruð manns boðið í brúðkaupið. Fólk úr öllum áttum lét sjá sig þennan stóra dag og var hvergi skortur á frægu fólki eða stórstjörnum.

Hins vegar eru fáeinir aðilar, vinir brúðgumans eða brúðarinnar, sem þóttu líklegir til þess að mæta en voru hvergi sjáanlegir. Hvort boðskortið hafi týnst eða eitthvað komið upp á er mikil ráðgáta, en á meðal þeirra sem héldu sér annars staðar eru eftirfarandi nöfn.

 

Fyrrum spretthlauparinn Usain Bolt er mikill vinur Harrys og hefur verið það lengi. Þeir félagar hafa náðst oft saman á ljósmyndum og sagði Bolt opinberlega að hann ætlaði að halda þrjár stórar steggjaveislur fyrir brúðkaup bretaprinsins. „Ég verð helst að hafa þær þrjár!“ sagði hann á sínum tíma við fréttamiðilinn The Sun. „Hugmyndin er að hafa eina veislu í Kingston, eina í Las Vegas og eina í London. Ég veit að það er mikið en þetta eru síðustu dagar hans sem frjáls maður. Ég mun persónulega taka fulla ábyrgð á því að koma honum aftur heim til Meghan heilum á húfi.“

Því miður varð ekkert úr þessum steggjunum og var Bolt hvergi sjáanlegur við athöfnina.

 

Leikkonan Margot Robbie er sögð vera í miklum SMS-samskiptum við brúðgumann en eitthvað klikkaðist að bjóða henni, ekki nema hún hafi verið of upptekin við tökur á nýrri mynd, enda ein eftirsóttasta leikkonan í bransanum í dag.

 

Söngvarinn Rod Stewart og Charles Bretaprins eru sagðir vera miklir mátar og hafa verið það í áraraðir. Söngvarinn tók lagið í sextugsafmæli Charles árið 2008 en var fjarri góðu gamni að þessu sinni.

 

Samkvæmt heimildum boðaði stórleikkonan og athafnakonan Angelina Jolie komu sína í brúðkaupið. Ýmis vitni sögðust sjá leikkonuna á Heathrow-flugvelli í London skömmu fyrir athöfnina. Þar að auki hefur Jolie góðkunn tengsl við Bretlandsdrottninguna. Eitthvað hefur þó komið upp á, því Jolie hefur verið annars staðar á stóra deginum.

 

Sagt er að Grammy-verðlaunahafinn Ed Sheeran hafi verið beðinn um að koma fram sem tónlistargestur í konunglega brúðkaupinu. Hins vegar sást hvergi til hans í fjöldanum þegar leið á daginn sjálfan, hvorki sem gestur við athöfnina né á bakvið hljóðnemann.

 

Fyrrum forseti bandaríkjanna, Barack Obama, er góður vinur Harrys Bretaprins. Það dugði hins vegar ekki til þar sem þeim Michelle var ekki boðið í athöfnina.

 

Óskarsverðlaunahafinn Eddie Redmayne er sagður vera góður félagi konunglega svaramannsins, Vilhjálms Bretaprins, og voru þeir saman í Eton-háskólanum í Windsor á yngri árum. Boðskortið hans Redmayne skilaði sér þó ekki.

 

Raunveruleikastjarnan Millie Mackintosh átti upphaflega að vera brúðarmær á hátíðardeginum en nú eru orðrómar farnir á flug um að Millie og Meghan séu ekki jafngóðar vinkonur og áður var talið. Mackintosh endaði á því að fylgjast með viðburðinum heimanfrá og hefur opinberað að hún sé ekkert bitur yfir vöntun á boðskorti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi
433
Fyrir 7 klukkutímum

Handtekinn í rútu vegna meðlags sem hann skuldar fyrirsætunni

Handtekinn í rútu vegna meðlags sem hann skuldar fyrirsætunni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Beggi blindi sakar framkvæmdastjóra Blindrafélagsins um siðblindu

Beggi blindi sakar framkvæmdastjóra Blindrafélagsins um siðblindu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.