fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025

Chelsea Manning fagnar frelsinu á Instagram: Fyrsta sjálfsmyndin, pítsa og kampavín

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 19. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea Manning, uppljóstrari og fyrrverandi hermaður, var látin laus úr fangelsi á miðvikudag og hefur nú fangað frelsi sínu með sumarlegri sjálfsmynd. Þetta er það fyrsta sem sést hefur af henni opinberlega árum saman. Hún kom út úr skápnum sem transkona sama ár og hún var dæmd í fangelsi. Þar á undan var hún þekkt undir nafninu Bradley Edward Manning.

https://www.instagram.com/p/BUPbwX0htrw/?taken-by=xychelsea87

Chelsea birti myndina á Instagram á fimmtudag en þar gengur hún undir notendanafninu @xychelsea87. Á miðvikudag deildi hún mynd af sínum fyrstu skrefum sem frjáls manneskja. Sama dag gæddi hún sér á gómsætri pítsusneið og skálaði í kampavíni.

Manning hlaut 35 ára fangelsisdóm árið 2013 fyrir að leka leynilegum gögnum frá Bandaríska hernum til vefsíðunnar WikiLeaks. Dómurinn var sá þyngsti sem nokkur uppljóstrari hefur hlotið í Bandaríkjunum en skömmu áður en Barack Obama lét af störfum sem forseti Bandaríkjanna mildaði hann dóm Manning umtalsvert.

Hún hefur ýmist verið hyllt sem hetja eða álitin föðurlandssvikari og mál hennar allt afar umdeilt vestanhafs sem og víðar um heim. Nú þegar hún er frjáls hyggst Manning halda áfram að berjast fyrir mannréttindum, ekki síst réttindum transfólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.