fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Óttar, nú hættir þú! – Ragga tekur hrútskýranda í kennslustund

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæri Óttar
Ég veit að gærdagurinn er kannski í móðu, eins og oft gerist þegar athyglin, fjörið og hitinn bera mann yfir miðjum aldri ofurliði. Allir geta misst sig aðeins í góðu geimi – og gjaldið er oft smá þynnka daginn eftir. En nú gekkstu of langt.

Um árabil hefurðu verið einhvers konar átoritet meðal þjóðarinnar þegar kemur að geðheilbrigði, geðsjúkdómum í sögulegu samhengi og meira að segja kynlífi. Stjórnendur LSH hafa falið þér það ægivald að skera úr um hvort einstaklingar eiga skilið að gangast undir kynleiðréttingu. Þú veist ýmislegt, enda menntaður geðlæknir, og ert mælskur og maður orðsins – við þökkum þér fyrir þau störf sem þú hefur unnið vel í þágu þjóðar og einstaklinga.
Nú þurfum við hins vegar að ræða aðeins saman um mörk og ábyrgð. Í gær sagðir þú þetta í síðdegisútvarpi Rásar 2:

„Það sem einkennir konur í samskipti við netið er þessi trúgirni.“ […] „Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta — einhver elskhugi sem tekur myndina og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb.“ […] „[Hún] hefur verið svikin og þvíumlíkt. En hún getur engum um kennt nema sjálfri sér því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.”

Já, þú sagðir þetta allt. Það er nefnilega upptaka af þessu á netinu. Ég veit að það kann að virðast ótrúlegt – því fyrir þig var þetta kannski bara ósköp venjulegt samtal um eitthvað sem þú telur þig hafa sérþekkingu á. Trúðu mér – ég kannast vel við að vera fljót að tileinka mér hluti. Þú ert eflaust steinhissa á því að konur séu svona viðkvæmar daginn eftir eitthvað sem kann að virðast algjört smáatriði og prýðilegasta hrútskýring.

Til að hjálpa þér að átta þig betur á hvers vegna þú gerðir allt vitlaust með ummælunum hef ég ákveðið að taka saman lista með atriðum sem mér heyrist þurfa að árétta hjá þér. Þú getur prentað hann út og hengt á ísskápinn kannski:

  • Þú ert ekki kona
  • Konur og karlar eru jafnklár almennt séð (ég veit, þetta er skellur!)
  • Konur eru mjög oft klárari í því sem þær varðar en karlar
  • Konur eru ekki trúgjörn grey sem eiga erfitt með samskipti á netinu
  • Það kallast stafrænt kynferðisofbeldi þegar efni kynferðislegs eðlis er sett á netið án samþykkis – úr kjötheimum kannast þú kannski við káf án samþykkis, kossa án samþykkis, og já ekki skulum við gleyma kynlífi án samþykkis sem kallast nauðgun
  • Allir geta orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi, líka gamlir hrútskýrendur
  • Það er flestum körlum fjarri því náttúrulegt að beita stafrænu kynferðisofbeldi
  • Sá sem fremur brot (í þessu tilfelli stafrænt kynferðsofbeldi) ber ALLA ábyrgðina

Ég veit að þú berð ekki ábyrgð á því að hafa verið fenginn í þennan þátt til að ræða málefni sem þú hefur lítið sem ekkert vit á. En mistökin eru nú til að læra af þeim. Óttar minn, viltu plís sækja þér smá þekkingu áður en þú kemur næst fram opinberlega með meiningar um konur eða kynferðisofbeldi. Það væri best fyrir alla.

Þú veist símann hjá mér,
Þín Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.