fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Fagnar 112 ára afmæli með bjór og leyndarmálinu að baki háum aldri

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucy Trecasse fagnaði afmælinu sínu, 112 ára, ásamt vinum og vandamönnum, á dögunum á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum Trecasse passaði upp á að einn af hennar uppáhaldshlutum væri á staðnum til að fagna áfanganum með: bjór.

Trecasse ver tíma sínum að mestu í að prjóna, sauma út eða spila bingó, en af og til opnar hún sér einn kaldan og deilir með vini. Hún hefur lengi verið aðdáandi bjórsins, fjölskylda hennar bruggaði meira að segja bjór og seldi á bannárunum og aðspurð hversu lengi hún hefur drukkið bjór, svarar Trecasse alsæl: „Allt mitt líf! 112 ár! Pabbi gaf mér smakk þegar ég var bara barn og mér líkaði það.“

Trecasse er fædd í Foxburg í Pennsylvaníu árið 1905 og á þeim tíma var meðallífaldur kvenna 50 ár. Fjölskylda hennar var ein af þeim fyrstu í bænum til að eignast útvarp og hlustuðu þau þá á fyrstu útvarpsstöðina KDKA, sem Trecasse hlustar á enn þann dag í dag, alla morgna.

Hún útskrifaðist hæst í sínum bekk og vann sem ritari hjá Standard Steel bílafyrirtækinu, hún giftist árið 1928, Joseph Treccase, lækni og hermanni sem þjónað hafði í Fyrri heimsstyrjölddinni. Þau voru gift í 52 ár, en Joseph lést árið 1980.

Trecasse heldur sér skarpri meðal annars með því að fara með stafrófið aftur á bak, sem hún gerir án þess að hika og aðspurð um leyndarmálið á bak við háan aldur hennar, svarar hún að bragði: „Ekki reykja! Ég hef aldrei reykt og á mínu heimili drukkum við mjólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Grealish að semja við nýtt félag

Grealish að semja við nýtt félag
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Neyðarkall frá Búlandstindi

Neyðarkall frá Búlandstindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.