fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

„Vinkona mín sagði að ég passaði ekki í hópinn og hana langaði að eignast nýja vini“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var í 9. bekk kallaði aðstoðarskólastjórinn mig á fund, erindið var að biðja mig um að vera vinkona einnar stelpunnar í skólanum sem var jafn gömul mér sem hafði lent í einelti, við skulum kalla hana Söru.

Þessu tók ég mjög vel og urðum við strax miklar vinkonur og vorum saman öllum stundum. Á þessum tíma átti ég þrjár mjög góðar vinkonur sem voru með mér í bekk og voru búnar að vera vinkonur mínar síðan í 4. og 5. bekk. Það gekk illa að vera allar saman og það fór þannig að ég fjarlægðist gömlu vinkonurnar og var því mest megnis með Söru.
Ég og Sara fórum svo í sama menntaskóla eftir 10.bekk, en hinar þrjár vinkonur mínar fóru saman í annan skóla og urðum við enn minna saman eftir það.

Fyrstu vikuna í menntaskólanum var auglýst busaball, mig langaði að fara á ballið og talaði ég við Söru um hvort við ættum ekki að fara saman á ballið, það svar sem ég fékk frá henni hefur litað líf mitt síðan.

Sara sagði að ég passaði ekki í hópinn og núna langaði hana að verða vinsæl og eignast nýja vini. Þar með lauk því samtali og við töluðum ekki meira saman í langan tíma á eftir og Sara eignaðist nýja vini en eftir sat ég vinalaus.

Menntaskólaárin voru mér afar erfið. Ég fékk upp frá þessu mikinn kvíða og félagsfælni sem ég glími við enn þann dag í dag. Ég eignaðist enga almennilega vini á mínum menntaskólaárum og þegar ég fór í háskóla gekk mér enn illa félagslega. Á endanum kláraði ég ekki mína gráðu í háskólanum því vanlíðan var það mikil og kvíðinn, ég skammaðist mín fyrir að vera svona mikið ein og kveið því að þurfa að finna félaga í hópverkefnum.

Sara hafði samband við mig síðar, meðan við vorum enn í menntaskóla, vegna þess að þá áttum við báðar hund. Sambandið varð aldrei eins enda gat ég ekki treyst henni eftir þessa ömurlegu lífsreynslu.

Í dag erum við kunningjar og hittumst stundum, en þessi reynsla er því miður alltaf ofarlega i huga þegar ég hugsa um hana og hitti hana.
Nokkrum árum eftir að Sara hafði samband aftur við mig ræddi ég þetta við hana, en hún gerði lítið úr þessu sem gerði mína vanlíðan enn verri.

Ástæða þessara skrifa er sú að mig langar að sýna fram á hvað nokkur orð og gjörðir geta haft mikil áhrif.
Ég hef farið til sálfræðings og á lyf vegna þessa en það hefur ekki dugað.

Kveðja ein kvíðin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Dúlla og djazz-istinn

Lítt þekkt ættartengsl: Dúlla og djazz-istinn
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.