fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Móðir fær veikindaleyfi úr vinnu – Laug að dóttirin væri með anorexíu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 12. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig liði þér að heyra að móðir þín hefði beðið um og fengið veikindaleyfi frá vinnu, til að sinna þér og sjúkdóminum sem þú glímir við, nema þú ert fullorðin og glímir ekki við sjúkdóm?

32 ára gömul kona deildi færslu inn á síðuna Mumsnet, en færslan var síðar fjarlægð, þar sem hún sagði frá að móðir hennar hefði fengið sex mánaða veikindaleyfi frá vinnu. Ástæðan? móðirin sagði við vinnuveitanda sinn að hún þyrfti á fríi að halda til að hjálpa dótturinni að ná sér vegna baráttu sinnar við anorexíu.

Konan bætti við að móðirin hefði óskað eftir og fengið fríið þrátt fyrir að hún (dóttirin) hefði ekki átt við anorexíu að stríða síðan hún var 24 ára gömul.

Mamma var að segja mér að hún hefði fengið sex mánaða veikindaleyfi frá vinnu. Frábært! Hún fór til Kanaríeyja á föstudag og síðan ætlar hún að fara í nokkur viðhaldsverkefni heima fyrir.

Hún þarf greinilega á þessu fríi að halda. En af hverju fékk hún það? Hún sagði frá því í vinnunni að hún þyrfti tíma til að hjálpa mér, fullorðinni dóttur sinni, til að komast yfir afturbata vegna anorexíu.

Ég glími ekki við anorexíu og hef ekki gert síðan ég var 24 ára. Ég er núna 32 ára. Ég er við góða heilsu og bý í London, 300 km frá henni.

Konan segir að það fyndna við þetta sé að þegar hún glímdi við anorexíu á sínum tíma og mætti á göngudeild á heilsugæslunni hálfsmánaðarlega, þá vildi móðir hennar ekkert af því vita.

Hún keyrði mig ekki á þessa fundi (ég labbaði 6 km hvora leið), hún mætti ekki á opna fundi og hennar afstaða á þessum tíma var „Hvað viltu að ég geri, neyði þig til að borða?“

Bætir konan við að þáverandi kærasti hennar hafi hjálpað henni að að ná bata og síðan hafi þau flutt til London.

Móðir mín sýnir mér lítinn áhuga nema einstaka sinnum. Hún hins vegar dýrkar bróður minn, sem er búinn að gefa henni barnabarn, býr rétt hjá henni og er giftur og kallar móðir mín hana „dóttirin sem ég átti aldrei.“

En semsagt hún sagði við yfirmann sinn að hún þyrfti að eiga kost á að komast til London að minnsta kosti tvisvar í viku eða bara hvenær sem ég þarf á henni að halda, í „bata“ mínum. Ég væri bara skinn og bein og gæti dáið ef að ég nýt ekki stöðugrar ástar hennar og stuðnings. Það er ekkert að mér.

En þar sem ég heimsæki heimabæ minn ekki nema einu sinni á ári, þá er trúlegt að enginn þar viti betur.Mig langar að hringja í vinnuna hennar og segja þeim þetta. Ég er brjáluð.

Notendur síðunnar voru duglegir að skrifa við færsluna og voru flestir á því að hún ætti að láta yfirmann móður sinnar vita. Skrifaði einn að hún ætti bara að mæta óvænt einn daginn, heil heilsu og spyrja eftir móður sinni og þykjast ekkert vita hvar hún væri.

En aðrir vöruðu konuna við að ganga í málið og ráðlögðu henni frekar bara að fjarlægjast móður sína.

Ég skil hvað er freistandi að standa hana að lyginni, en ég tel það einfaldlega betra að skipta sér ekkert af þessu og einfaldlega slíta eða minnka verulega allt samband við hana. Afleiðingarnar gætu orðið mjög stressandi fyrir þig.

Annar var sammála og ráðlagði konunni að halda sig frá.

Það veldur mér áhyggjum að hún notaði þig til að ljúga og að hún sagði þér frá lyginni. Ekki spila með. Fjarlægð. Fjarlægð. Fjarlægð. Ekki láta þetta hafa áhrif a líf þitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Stríðsæsingatal

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Stríðsæsingatal
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?