fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Endurgerðu yndislega mynd 24 árum seinna: „Við þurfum fleiri svona myndir svo ungt fólk geti átt jákvæðar fyrirmyndir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 26. júní 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er þetta ekki bara eitthvað tímabil?“ er því miður spurning sem LGBTQ einstaklingar og pör fá oft að heyra. Það er ástæðan fyrir því að Nick Cardello og eiginmaður hans Kurt English ákváðu að sýna heiminum ást sína með fallegri og áhrifamikilli mynd.

Nick og Kurt hafa verið saman í 25 ár. Í síðustu viku fóru þeir í jafnréttisgöngu í Washington D.C. og endurgerðu mynd sem þeir tóku í sömu göngu árið 1993.

Nick og Kurt búa í Tampa, Flórída og hafa verið giftir síðan 2008. Þeir kynntust fyrst í „LGBTQ-vænni“ kirkju 1992.

Ástæðan fyrir því að þeir ákváðu að endurgera eina af fyrstu myndunum af þeim saman og deila á samfélagsmiðlum var sú að Nick vildi fagna ástinni á milli þeirra opinberlega.

„Það þýddi að kyssast, leiðast – þetta voru hlutir sem við deildum ekki á samfélagsmiðlum því það getur látið fólki líða óþægilega. Ég áttaði mig á því að þetta væri bara annar skápur sem við þurftum að fara út úr,“

sagði Nick við New York Daily News. „Við þurfum fleiri svona myndir svo ungt fólk í dag geti átt jákvæðar fyrirmyndir.“

Myndin hefur fengið rosalega jákvæð viðbrögð netverja sem eru dolfallnir fyrir ástinni á milli þeirra. „Við hefðum aldrei getað ímyndað okkur viðbrögðin sem við fengum,“ sagði Nick.

Það hafa yfir 650 þúsund manns líkað við færsluna á Twitter og hafa fjölmiðlar alls staðar um heiminn fjallað um Nick og Kurt.

Fögnum ástinni, fögnum fjölbreytileikanum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
EyjanFastir pennar
Fyrir 21 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.