fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025

Djúsí heimagerðar ítalskar bollur með ekta marinara sósu og spagettí

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 14. maí 2017 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimalagaðar bollur eru ljúffengar. Þessar slá alltaf í gegn á mínu heimili enda einn af uppáhalds réttum fjölskyldunnar. Uppskriftin er einföld en felur í sér smá dúllerí. Þess vegna er frábært að fá sem flesta við borðið til að hjálpast að og gera skemmtilega stemmningu úr þessu. Þessar bollur eru algjörlega þess virði!

Linsubaunabollur:

1/2 bolli (100gr) brúnar eða grænar linsur
2 msk góð ólífuolía
1/2 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
1 stór gulrót eða 2 litlar ca 1/4 bolli
30 gr pekanhnetur
35 gr valhnetur
40 gr panko-rasp, ég notaði glútenlaust frá Lan’s
1/2 tsk oreganó
1/2 tsk basil
1/2 tsk salt
1/4 tsk pipar
1 egg

Aukalega:

60 gr mozzarella, rifinn
fersk basilíka
parmesanostur
1 krukka af Classico pastasósu
spagettí, ég notaði glútenlaust frá Garofalo

Aðferð:

Byrjið á því að sjóða linsurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Yfirleitt er það tveir hlutar af vatni á móti einum hluta af linsum.

Á meðan linsurnar sjóða, skerið laukinn, hvítlaukinn og gulræturnar og steikið uppúr góðri ólífuolíu þar til grænmetið er mjúkt og ilmandi. Þá er kryddum bætt útí ásamt salti og pipar auðvitað.

Þegar linsurnar eru tilbúnar er þeim skellt í matvinnsluvél ásamt laukblöndunni, hnetum, panko-raspi og eggi. Þessu er blandað vel saman (gott að notast við „pulse“ takkann).

Mótið 12 fallegar bollur á stærð við golfbolta og komið þeim fyrir í eldföstumóti. Penslið bollurnar með ólífuolíu og bakið inn í 200 gráðum heitum ofni í 20-30 mín eða þar til þær eru orðnar fallega brúnar.

Pasta er þá soðið samkvæmt leiðbeiningum í söltu vatni ásamt slurk af ólífolíu þangað til það er „al dente“ (þétt undir tönn/ekki algerlega fullsoðið).

Þegar bollurnar hafa bakast er pastasósunni hellt útá og mozzarella sáldrað yfir og fatið sett aftur inn í ofn í 10-15 mínútur, eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn og eldhúsið farið að ilma eins og hrein dásemd.

Skreytið með smáttskornu basil og rífið nóg af parmesan yfir diskinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona er landsliðshópurinn – Glódís snýr aftur

Svona er landsliðshópurinn – Glódís snýr aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.