fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

Mælir með að fólk fái kynlífspásu á vinnutíma

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rannsóknir sýna að kynlíf er gott fyrir heilsuna,“ segir Per-Erik Muskos, bæjarfulltrúi í Övertorneå í norðurhluta Svíþjóðar. Svíar hafa þótt standa framarlega á merinni þegar kemur að réttindum launafólks en nú vill Per ganga skrefinu lengra og heimila vinnandi fólki að fara heim í klukkutíma á dag og stunda kynlíf með maka sínum – og það á launum.

Mynd/Getty

Per-Erik lagði þetta til á fundi bæjarstjórnar á dögunum og í rökstuðningi sínum sagði hann að pör nú til dags eyddu of litlum tíma saman. Hraðinn í þjóðfélaginu sé mikill og pör hafi oft minni tíma en oft áður. „Þetta snýst um að styrkja sambönd,“ segir Per við AFP-fréttaveituna.

Eðli málsins samkvæmt yrði erfitt fyrir vinnuveitendur að sannreyna það að fólk myndi eyða tíma sínum á þann hátt sem ætlað er. Per segir að vinnuveitendur þyrftu einfaldlega að treysta starfsmönnum sínum og starfsmenn sömuleiðis að sýna heiðarleika og nota hléið í það sem til er ætlast.

Málið hefur vakið talsverða athygli og í umfjöllun breska blaðsins Independent er vísað í rannsókn National Sleep Foundation í Bandaríkjum. Í henni kom fram að fjórðungur hjóna í Bandaríkjunum finni svo oft fyrir þreytu á kvöldin að þau velja frekar að leggjast til svefns en stunda kynlíf. Þá er vísað í niðurstöður annarrar rannsóknar sem bentu til þess að sumir eigi það til að vinna svo mikið að þeir missa allan áhuga á kynlífi.

Sjálfur segir Per að ekkert mæli gegn því að þessi hugmynd verði að veruleika.

Birtist fyrst á DV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.