fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025

Lína Birgitta eyðir meiri tíma með fjölskyldunni í Meistaramánuði: „Það á til að gleymast þegar það er mikið að gera hjá mér“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 20. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn, bloggarinn og hönnuðurinn Lína Birgitta er ótrúlega hvetjandi á Snapchat og er dugleg að ræða í einlægni um hin ýmsu málefni tengdum líkamlegri og andlegri heilsu. Lína Birgitta hefur staðið við öll sín markmið í Meistaramánuði nema eitt.

 

Af hverju tekur þú þátt í Meistaramánuði?

„Mér finnst gaman að setja mér markmið og það er extra gaman að taka þátt því það eru svo margir peppaðir og það er auðvelt að fá hvatningu.“

 

?

A post shared by L I N A B I R G I T T A (@linabirgittasig) on

 

Hvaða markmið settir þú þér?

„Markmiðin mín eru að mæta í ræktina fjórum sinnum í viku, elda heima þrisvar til fjórum sinnum í viku (ég eldaði aldrei heima), fara út í göngutúr einu sinni í viku og eyða meiri tíma með fjölskyldunni en það á til að gleymast þegar það er mikið að gera hjá mér.“

 

Hvernig finnur þú hvatningu?

„Ég sæki hvatninguna mína aðallega í „peptalki“ við sjálfa mig, ég hef lært það að tala uppbyggilega til mín og finnst það rosalega hvetjandi. Svo koma auðvitað dagar þar sem að maður er ekkert peppaður en þá er best að koma sér bara af stað og ekki hugsa.“

 

Hvernig gengur?

„Ótrúlegt en satt þá gengur mér mjög vel að elda heima og mér er eiginlega farið að finnast það skemmtilegt! Ég stend mig vel að mæta á æfingar og hitta fjölskylduna en göngutúrarnir hafa ekki staðist eins og er en mánuðurinn er ekki búinn.“

 

?

A post shared by L I N A B I R G I T T A (@linabirgittasig) on

 

Hvað hefur verið erfiðast?

„Ætli það sé ekki að koma sér í það að elda, mér hefur alltaf fundist það frekar leiðinlegt en það er sem betur fer búið að snúast við, mér til mikillar ánægju.“

 

 Hvaða ráð viltu gefa öðrum?

„Ætli það sé ekki að setja sér markmið sem maður getur staðið við. Það er mjög gott að setja sér „minni“ markmið og ná þeim jafn óðum. Því þegar maður nær markmiðunum sínum þá bætist sjálfstraustið og þegar sjálfstraustið er gott þá er auðveldara að ná markmiðunum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sakamál klúðraðist vegna skyldleika lögreglumanns og brotaþola

Sakamál klúðraðist vegna skyldleika lögreglumanns og brotaþola
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hvað gerist með Donnarumma? – Guardiola vill ekki missa Ederson

Hvað gerist með Donnarumma? – Guardiola vill ekki missa Ederson
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United byrjað að hóta Antony ef hann ætlar sér ekki að fara

United byrjað að hóta Antony ef hann ætlar sér ekki að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool líklegt til þess að kaupa tvo miðverði á næstu dögum

Liverpool líklegt til þess að kaupa tvo miðverði á næstu dögum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.