fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025

Guðrún Ýr er upprennandi söngstjarna: ,,Mig langaði að stíga svolítið út fyrir þægindarammann“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 10. febrúar 2017 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ýr er ung og upprennandi söngkona úr Mosfellsbæ. Hún gaf í dag út sitt fyrsta lag sem ber titilinn Ein og er greinilegt að þarna er á ferðinni listamaður sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Guðrún er 21 árs gömul og stundar nám í söng og píanóleik. Bleikt hafði samband við Guðrúnu Ýr til að fræðast aðeins um hana, hvers vegna hún ákvað að byrja að syngja og hvað væri fram undan hjá þessari hæfileikaríku söngkonu.

Hversu lengi hefurðu verið að syngja?

Ég hef verið að læra jazzsöng í rúm 4 ár, en söng lítið áður en ég byrjaði í þessu námi. Ég hef samt verið í tónlist síðan ég man eftir mér og lærði á fiðlu í mörg ár.

Hvað kom til að þú ákvaðst að færa þig yfir í sönginn?

Mig langaði að stíga svolítið út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt í tónlistinni, sem að ég vissi að yrði bæði krefjandi en skemmtilegt, og hafði alltaf langað til að læra að syngja, en aldrei þorað að gera neitt í því. Svo ég ákvað að slá til, og hef ekki séð eftir því síðan.

Samdir þú lagið og textann?

Bjarki Sigurðsson og Teitur Helgi Skúlason vinir mínir sömdu lagið, og textann samdi ég sjálf.

Nú er texti lagsins afar persónulegur. Hvað veitti þér innblástur?

Já, textinn er mjög persónulegur. Ég samdi hann út frá því hvernig mér leið á tímabili, og langaði að koma þessu frá mér eins ,,straight forward“ og ég gæti, þannig að tilfinningarnar kæmust algjörlega til skila.

Hverjir eru þínir áhrifavaldar í tónlist?

Erfið spurning, ég veit það ekki alveg. Mínir helstu áhrifavaldar í tónlist eru mjög margir ef ég á að segja eins og er. Ég hef mikið dálæti á jazzsöngkonum eins og Ellu Fitzgerald og Amy Winehouse, en ég hlusta líka mikið á rapp og finnst virkilega gaman að lögum sem innihalda góða texta, og skilja eftir einhvern boðskap eða pælingar sem maður getur rýnt í.

Hvað er svo í pípunum hjá þér? Ætlarðu að gefa út fleiri stök lög eða er diskur væntanlegur?

Við erum að vinna að stærra verkefni í augnablikinu sem kemur vonandi út bráðlega.

Það er óhætt að fullyrða það að við bíðum spennt eftir næstu skrefum Guðrúnar Ýrar og óskum henni velfarnaðar í tónlistarheiminum.

Hér má hlusta á lagið Ein á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Terence Stamp látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: ÍBV rúllaði yfir Val – Stjarnan vann Vestra

Besta deildin: ÍBV rúllaði yfir Val – Stjarnan vann Vestra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Færsla Justin Bieber vekur athygli margra – Enginn virðist skilja þessa mynd

Færsla Justin Bieber vekur athygli margra – Enginn virðist skilja þessa mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Handviss um að Alonso taki við Liverpool

Handviss um að Alonso taki við Liverpool

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.