fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Tíðni krabbameins myndi lækka um allt að 40 prósent ef fólk tæki upp heilbrigðari lífshætti

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. júní 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægt væri að útrýma um helming alls krabbameins ef fólk myndi velja sér heilbrigðari lífsstíl. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við læknadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

„Ef fólk myndi hætta að reykja, halda sér hraustu og það fengi sér ekki fleiri en einn eða tvo áfenga drykki á dag myndi tíðni krabbameins snarminnka,“

segir vísindamaður við Harvard háskóla. Læknar hafa lengi sagt að óheilbrigður lífsstíll muni auka líkur á krabbameini verulega síðar á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókninni er aðeins ein af hverjum fimm konum og einn af hverjum fjórum mönnum sem fylgja þessu ráði.

Rúmlega 136.000 bandaríkjamenn tóku þátt í rannsókninni. Að sögn vísindamannanna myndi tíðni krabbameins lækka um 20 til 40 prósent ef fólk tæki upp heilbrigðari lífshætti.

Að mati vísindamannanna myndi tíðni lungnakrabbameins geta lækkað um 80 prósent ef að atriðunum sem nefnd voru hér fyrir ofan yrði fylgt. Sömuleiðis myndi tíðni ristilkrabbameins lækka um 30 prósent. Þá væri möguleiki á að lækka tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli um 21 prósent og tíðni brjóstakrabbameins um tólf prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.