fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Hann var lagður í einelti vegna offitu: Léttist um 70 kíló og hjálpar öðrum að komast í form

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. mars 2016 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Austin Shifflett var sautján ára vó hann tæp 150 kíló. Þar sem hann var of þungur var hann auðvelt skotmark stríðnispúka sem gerðu lítið úr honum við hvert tilefni. Hann skrópaði í skólann og eyddi frítíma sínum inni í herbergi þar sem hann spilaði tölvuleiki og borðaði óhollan mat.

Í dag er staðan hjá Austin allt önnur og betri. Hann ákvað að taka sig rækilega á og hann sér ekki eftir því í dag. „Það er alveg ótrúleg tilfinning að ná árangri,“ segir Austin en á þessum fimm árum sem liðin eru hefur hann lést um 70 kíló. Er hann nú tæplega helmingi léttari en hann var þegar hann var þyngstur.

Vó 150 kíló – Austin segir að hann hafi mátt þola stríðni og jafnvel einelti frá skólafélögum sínum.

Austin heldur úti Instagram-síðu sem fer ört vaxandi í vinsældum þar sem hann deilir góðum ráðum með fylgjendum sínum, enda ætti hann að vita hvað þarf til að ná árangri. Í umfjöllun á vefnum Viraltread um þennan magnaða árangur segir Austin að það sem hvatti hann áfram hafi verið fólkið sem efaðist um að hann næði árangri þegar hann ákvað að byrja að taka sig á.

#HowBoutNow

A post shared by Austin Shifflett (@austinashifflett) on

Það kostar blóð, svita og tár að ná árangri og það er ekki síður erfitt að viðhalda honum. Austin kveðst hugsa vel um mataræði sitt, hann borðar tiltölulega kolvetnasnauðan mat auk þess sem hann stundar líkamsrækt nokkrum sinnum í viku. Hann segir að nýr og betri lífsstíll hafi hjálpað honum á svo marga vegu.

Yea…..??

A post shared by Austin Shifflett (@austinashifflett) on

„Þetta gjörbreytti lífi mínu. Ég var mjög feiminn áður fyrr en núna er ég opnari og miklu sjálfsöruggari,“

segir hann og bætir við að þetta hafi einnig hjálpað honum í samskiptum við stelpur. Austin segir að ferðalag sitt sé aðeins að byrja, næst á dagskrá sé að læra íþrótta- og þjálfunarfræði svo hann geti komið boðskapnum til sem flestra.

Birtist fyrst á DV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
433
Fyrir 12 klukkutímum

Meistararnir með stórigur – Þróttur sótti þrjú stig í Víkina

Meistararnir með stórigur – Þróttur sótti þrjú stig í Víkina
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.