fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025

Ný plata frá Misþyrmingu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. júní 2019 12:30

Misþyrming Mynd: Void Revelations.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom út platan Algleymi, önnur breiðskífa black-metal hljómsveitarinnar Misþyrmingar. En hún ku vera á meðal fremstu sveita í nýrri tegund tónlistar, Icelandic Black Metal. Platan fer vel af stað og fellur gagnrýnendum vel í geð. Sem dæmi lenti platan í ellefta sæti á lista Billboard í flokknum World Albums.

 

Þrjú ár í vinnslu

Platan Algleymi hefur verið nokkuð lengi í vinnslu en upptökur hófust árið 2016. Þegar fyrsta útgáfa var tilbúin í upphafi ársins 2017 var hætt við útgáfu þar sem hljómsveitarmeðlimir voru ekki nógu ánægðir með útkomuna. Eftir tvö og hálft ár til viðbótar er Algleymi nú loksins fáanleg.

Platan var hljóðrituð af forsprakka sveitarinnar, sem kallaður er D.G. Var hún fullunnin til útgáfu í hljóðverinu Orgone Studios í Bretlandi en upptökustjóri var Jamie Gomez Arellano. Um hönnun umslags sá myndlistarmaðurinn Manuel Tinnemans, sem hefur áður unnið með black metal-hljómsveitum. Til dæmis Deathspell Omega frá Frakklandi og Urfaust frá Hollandi.

Misþyrming var stofnuð árið 2014 og ári seinna kom fyrsta platan út, Söngvar elds og óreiðu. Hefur hljómsveitin verið mjög virk síðan í tónleikahaldi og kom meðal annars fram á KEXPort árið 2016, árlegri sumarhátíð Kex Hostels á Skúlagötu.

 

Hátíð í Mosfellsbæ

Til að fylgja plötunni eftir mun Misþyrming halda tónleikaferðalag um Evrópu frá september næstkomandi. Þá kemur sveitin einnig fram á hátíðinni Ascension í Hlégarði í Mosfellsbæ. Þar munu koma fram þrjátíu hljómsveitir, flestar black metal-sveitir, frá Íslandi og erlendis frá.

Auk Misþyrmingar munu meðal annars koma fram Antaeus frá Frakklandi, Gost frá Bandaríkjunum, Jupiterian frá Brasilíu og Wlvennest frá Belgíu. Hátíðin er haldin 13. til 15. júní.

Algleymi er nú aðgengileg á Spotify, YouTube og fleiri streymisveitum en einnig geisladiskur og vínylútgáfa. Síðar á árinu mun platan koma út á kasettu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Guðni Ómarsson: Greinileg kólnun en ekki farið að bera á vanskilum – innlán aukast til muna

Jón Guðni Ómarsson: Greinileg kólnun en ekki farið að bera á vanskilum – innlán aukast til muna
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist