fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Undrandi undirtónar: Svampur Sveinsson og dauðasyndirnar sjö

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 6. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vestrænni dægurmenningu finnast dauðasyndirnar sjö ekki einungis í þekktum spennutrylli með Morgan Freeman og Brad Pitt, heldur líka í teiknimyndunum um Svamp Sveinsson (SpongeBob Squarepants), þó með lúmskari hætti heldur en mætti halda.

Teiknimyndirnar hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim og ekki síður á Íslandi. Þættirnir hafa jafnframt hitt beint í mark á meðal margra fullorðinna og hafa í gegnum tíðina sprottið upp kostulegar kenningar um vissa undirtóna í efninu.

Höfundur Svamps, Stephen Hillenburg, hefur ekki neitað því að helstu persónurnar séu lauslega byggðar á dauðasyndunum sjö úr trúarbrögðum.

Kannski eitthvað sé til í þessu?

 

 1. ÁGIRND – SVAMPUR SVEINSSON

‘Svampur elskar alla í kringum sig – þó að ekki allir elski hann á móti – og stýrist af áköfum áhuga á að öðlast mikla dýrkun og gera góða hluti. Þetta blasir allt við.

 

2. OFÁT – GARÐAR

Mjálmandi snigillinn Garðar lætur yfirleitt vel um sig fara í bakgrunninum en reglulega kemur það fyrir að Svampur margtekur það fram að hann ætli alltaf að gefa gæludýrinu sínu að borða. Í einum þættinum strýkur snigillinn meira að segja að heiman eftir að gleymst hefur að gefa honum að borða.

 

3. GRÆÐGI – KLEMMI

Þessi leynir sér ekki. Klemmi krabbi, yfirmaður Sveinssonar, hugsar ekki um neitt nema peninga, út og inn. Þarf nokkuð að segja meira?

 

4. LETI – PÉTUR KROSSFISKUR

Oftar en ekki liggur Pétur liggur undir grjóti og gerir lítið sem ekkert í hinu daglega lífi, nema þegar þeir Svampur eru komnir út í einhvern skrípaleik. Greind Péturs er ekki mikil en latur er hann svo sannarlega. Í þættinum „Big Pink Loser“ fékk þar að auki verðlaun fyrir að gera nákvæmlega ekkert í sem lengstan tíma.

 

5. REIÐI – SIGMAR SMOKKFISKUR

Eins og allar aðrar persónurnar í bænum Bikiníbotnum er smokkfiskurinn Sigmar ekki mjög marghliða fígúra. Hann er alltaf reiður, endalaust bitur, almennt andfélagslyndur og hefur óvægið óþol fyrir aðalpersónunni. Það er því ekki langsótt að segja að Simmi mætti brosa oftar.

 

6. ÖFUND – PADDI

Röddin hjá þessari illu marfló er mikil þó að stærðin sé agnarsmá. Paddi rekur veitingastað sem er samkeppnisstaður Klemmabita. Alveg eins og Klemmi sjálfur baðar sig í peningadýrðinni og eigin velgengni þá er Paddi óhjákvæmilega öfundsjúkur út í keppinaut sinn. Reynir hann sömuleiðis oft að stela uppskriftaformúlum og vonast sífellt eftir sambærilegri velgengni og nágranni sinn.

 

7. HROKI – HARPA ÍKORNI

Það sérstaka við neðansjávarheiminn í teiknimyndunum um Svamp og vini hans er hvernig aðstæður eru gerðar mjög svipaðar og ofansjávar. Umhverfið virðist hafa sama viðnám og ofansjávar og keyra t.d. íbúar um á bátum eða skella sér í freyðibað. Íkorninn Harpa fór á kostum í einum þættinum þar sem hún vildi meina að allir (eins og hún) sem kæmu ofansjávar frá væru betri en þeir í sjónum. Óneitanlega persónugerving stoltsins eða hroka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk demantshring með dularfullum skilaboðum

Fékk demantshring með dularfullum skilaboðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ritdómur um Dyr opnast: Skrifað inn í áreitið og út úr því

Ritdómur um Dyr opnast: Skrifað inn í áreitið og út úr því
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daði Freyr gefur út plötu – „Njótið lífsins og ekki taka hlutum of alvarlega“

Daði Freyr gefur út plötu – „Njótið lífsins og ekki taka hlutum of alvarlega“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Secret Solstice: Jonas Blue fyllir skarð ökklabrotins Martin Garrix

Secret Solstice: Jonas Blue fyllir skarð ökklabrotins Martin Garrix