fbpx
Laugardagur 20.september 2025

Páll Óskar startar september næstkomandi laugardagskvöld með balli á Spot

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Óskar er eins og alþjóð veit einn besti skemmtikraftur landsins og Pallaball er alltaf gulltrygging fyrir góðri skemmtun.

Páll Óskar lætur fólk einfaldlega bilast á dansgólfinu pásulaust til kl. 4 um nóttina, þeytir skifum á fullu, blandar saman öllu því nýjasta við klassíska partíslagara og passar upp á að allir syngi með.

Þegar leikar standa sem hæst tekur hann öll sín bestu lög ásamt dönsurum og draumaprinsum.

„Það má gera ráð fyrir lögum eins og Stanslaust Stuð, La Dolce Vita, Allt fyrir ástina, International, Betra Líf, TF-Stuð, Líttu upp í ljós, Ég er eins og ég er, Þú komst við hjartað í mér, Bundinn fastur, Jafnvel þó við þekkjumst ekki neitt, Söngur um lífið, Gegnum dimman dal, Minn hinsti dans, Ást sem endist, Vinnum þetta fyrirfram, Ljúfa líf, Það geta ekki allir verið gordjöss,“ segir Páll Óskar eldhress þegar DV hafði samband við hann fyrr í dag.

Helgin verður annasöm að vanda hjá Palla, því á sunnudag verður kynningardagskrá í Borgarleikhúsinu á dagskrá vetrarins, en hann leikur Frank-N-Furter í Rocky Horror sem hefst aftur 8. september og verður í sýningum til jóla.

Húsið opnar kl. 22 og ballið hefst kl. 23 og stendur pásulaust til kl. 4, miðaverð er 2.500 kr.

Það má fylgjast með Páli Óskari á Facebook, Instagram og heimasíðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flóttakona mátti ekki rifta leigusamningi í Mosfellsbæ – Heimilið í heimalandinu lagt í rúst og bróðir hennar drepinn

Flóttakona mátti ekki rifta leigusamningi í Mosfellsbæ – Heimilið í heimalandinu lagt í rúst og bróðir hennar drepinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sakar ríkisstjórnina um svik við verkafólk – „Allt að 15% lakari lífeyrisréttindi“

Vilhjálmur sakar ríkisstjórnina um svik við verkafólk – „Allt að 15% lakari lífeyrisréttindi“