fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Állistamaðurinn Odee gefur 25 listaverk í dag – Fyrsta vísbending um felustað er gefin kl. 11.30

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag verður állistamaðurinn Odee með gjörning, sem hann kallar „Odee Street Drop.“

Odee mun fela 25 hólka í miðborginni, hver hólkur inniheldur gjafabréf og þeir sem finna hólkana geta komið með þá í Gallerí Fold fyrir kl. 15 í dag, hitt Odee og fengið áritað listaverk.

Hólkarnir eru eins og áður sagði, 25 talsins og listaverkin því 25, hvert að andvirði 10.000 kr. Heildarverðmæti verkanna sem Odee gefur er 250.000 kr. Verkið sem er í boði heitir Pastel Gore og er eitt af nýjustu verkum Odee. Stærð 35×50 cm.

Vísbendingar verða gefnar á Instagram og Facebook síðum Gallerís Foldar og Odee og sú fyrsta birtist kl. 11.30. Fylgist vel með!

Facebooksíða Odee og Instagram.

Facebooksíða Foldar og Instagram.

Í Gallerí Fold stendur yfir sýning á nýjum verkum Odee, Circulum og stendur hún til 26. ágúst næstkomandi. Verkin eru öll hringlaga og er það í fyrsta sinn sem Odee notar það form.

„Ég fékk hugljómun um að nota hringlaga form, en það opnaði alveg nýja vídd í listsköpuninni fyrir mig. Hugmyndin kviknaði í kjölfar verkefnis sem ég vann fyrir Heilsuvernd. Hvert verk er svipmynd af þeim degi sem það er skapað og öll verkin eru samsettar klippimyndir úr menningu sem hefur haft mótandi áhrif á mig á einn eða annan hátt. Þessar táknmyndir úr menningunni flétta ég saman í skipulagða óreiðu sem ég leik mér sér svo með.

Verkin á sýningunni eru brædd í álplötur í New York með sérstakri tækni. Platan og blekið er hitað upp þannig að blekið umbreytist í gas og smýgur inn í yfirborð álsins. Síðan er verkið húðað með glærri filmu sem verndar bæði og gefur fallega áferð.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið