fbpx
Laugardagur 25.október 2025

Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. ágúst 2018 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason: Þorpið sem svaf

Teikningar: Reynir Torfason

Útgefandi: Austurstræti

189 bls.

 

Nokkrir sagnameistarar hafa skrifað smásagnasöfn þar sem allar sögurnar gerast á sama staðnum og verkið fær á sig heildarblæ þó að hver saga sé jafnframt sjálfstæð. Nýlegt íslenskt dæmi er Valeyrarvalsinn, rómað verk eftir Guðmund Andra Thorsson. Frægasta verk bókmenntasögunnar af þessu tagi er hins vegar líklega Winesburg Ohio eftir Bandaríkjamanninn Sherwood Anderson.

Hann er því ekkert slor sá bókmenntalegi félagsskapur sem Reynir Traustason hefur valið sér með sínu fyrsta skáldverki. Hann kemst hins vegar vel frá þessu djarfa framtaki sínu. Sögurnar í Þorpið sem svaf gerast allar í einu og sama þorpinu. Sögurnar hafa orðið til á löngum tíma, þær snúast um efni og gerast á vettvangi sem höfundur gjörþekkir. Kvótakerfið og sterkar skoðanir höfundar á afleiðingum þess myndar í vissum skilningi umgjörð bókarinnar. Tiltekin pólitísk skoðun hljómar ekki sem góður vegvísir að ritun skáldverks enda er smásaga eða skáldsaga ekki það sama og ádeilugrein. En þetta spillir bókinni ekki hið minnsta. Sögurnar einkennast af skemmtilegu bralli ljóslifandi persóna en ekki pólitískum áróðri þó að ljóst sé hvar hjarta höfundarins slær í því ágreiningsefni sem stendur nálægt sögusviðinu.

Engin saga í bókinni nær því að vera mjög margræð, sem títt er um framúrskarandi smásögur, eða lifa með mjög eftirminnilegum hætti í hugskoti lesandans. En það er líka engin saga í bókinni slök, þær eru allar læsilegar og skemmtilegar, fullar af húmor og mannlegri hlýju. Vandað hefur verið til verksins og legið yfir textanum. Teikningar eftir Reyni Torfason prýða síðan bókina mjög og gefa henni gamaldags blæ sem einhvern veginn er viðeigandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagan verður skrifuð í dag – „Geðveik og brútal á sama tíma“

Sagan verður skrifuð í dag – „Geðveik og brútal á sama tíma“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“