fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Jazzhátíð í Reykjavík -Opnunarathöfn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðborgin iðar af jazztónum dagana 5.-9. september þegar fram fer Jazzhátíð Reykjavíkur 2018. Íslenskt jazzlíf hefur aldrei staðið styrkari fótum en nákvæmlega núna og á hátíðinni gefst færi til að hlýða á framvarðarsveitir í faginu en ekki síður er spennandi samstarf íslenskra flytjenda og erlendra sem er fyrirferðamikið að þessu sinni.
Setningarathöfn Jazzhátíðar í ár mun fara fram á Borgarbókasafni kl. 17:30 eða í beinu framhaldi af skrúðgöngu sem hefst á Hlemmi kl. 17:00. Boðið verður upp á margslungin tónlistaratriði og stuttar og skemmtilegar ræður.
Athyglisverð erlend númer skjóta upp kollinum á Jazzhátíð í ár, eins og Marilyn Mazur kvennabandið alþjóðlega, gítarleikarinn Ralph Towner og kvartett pólska píanóleikarans Marcin Wasillewski. Ólíkt fyrri árum verða tónleikar á ýmsum stöðum í borginni í stað salarkynna í Hörpunni. Helstu staðirnir eru Hannesarholt, Tjarnarbíó, Iðnó og Gullteigur á Grand hótel en sveiflan nær reyndar alveg austur í gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsholti sem nú hafa verið uppfærðar í prýðilegan vettvang fyrir tónlistarflutning.
Í tilefni af hátíðinni stilltu starfsmenn Borgarbókasafnsins fram fínasta djasskosti safnsins í útstillingu á 5. hæðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“