fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Þau eru tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna

Anna Júlía, Egill S., Hulda Vilhjálmsdóttir og Sigurður Guðjónsson tilnefnd fyrir sýningar sínar

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og Sigurður Guðjónsson eru tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna, sem verða veitt í fyrsta skipti í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi þann 22. febrúar næstkomandi. Verðlaunin verða afhent í tveimur flokkkum: myndlistarmaður ársins og svo sérstök hvatningarverðlaun.

Fimm manna dómnefnd valdi úr 70 tilnefningum sem bárust en listamennirnir eru tilnefndir fyrir sýningar sem settar voru upp árið 2017.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir er tilnefnd fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg, en í umsögn dómnefndarinnar segir að þar hafi Önnu Júlíu tekist að „samþætta fagurfræðilega og siðferðilega þætti listarinnar á áhrifamikinn hátt.“

Tröllin sem Egill skapaði í tengslum við Feneyjatvíæringinn hafa átt sér gott framhaldslíf og eru nú tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna
Egill Sæbjörnsson Tröllin sem Egill skapaði í tengslum við Feneyjatvíæringinn hafa átt sér gott framhaldslíf og eru nú tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Egill Sæbjörnsson er tilnefndur fyrir sýninguna Ùgh & Bõögâr Jewellery í i8 Gallery. „Sýningin í i8 er afsprengi viðamikillar sýningar í Feneyjum og saman mynda þær sannfærandi heild yfirgripsmikillar ádeilu á samtímann,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.

Hulda Vilhjálmsdóttir er tilnefnd fyrir sýninguna Valbrá í Kling og Bang.
„Öll verkin búa yfir þunga og tjá allt í senn hættu og öryggi. Þau eru samtímis hrá og meitluð, öguð og kvik,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.

Sigurður Guðjónsson er tilnefndur fyrir sýninguna Innljós í kapellu og líkhúsi St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Saman mynda myndbandsverkin heildstæða innsetningu í þessu óvenjulega sýningarrými svo úr verður magnað samlíf verka og rýmis,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.

Dómnefnd verðlaunanna í ár er skipuð þeim Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur, myndlistarmanni (SÍM), Sigrúnu Hrólfsdóttur, deildarforseta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Magnúsi Gestssyni, formanni Listfræðafélags Íslands, Margréti Elísabeti Ólafsdóttur, fulltrúa safnstjóra íslenskra safna og Margréti Kristínu Sigurðardóttur, formanni Myndlistarráðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári