fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Ísraelskur höfundur hlýtur alþjóðlegu Man Booker verðlaunin

David Grossman verðlaunaður fyrir skáldsöguna A Horse Walks into a Bar

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 16. júní 2017 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni var tilkynnt að skáldsagan A Horse Walks into a Bar eftir ísraelska rithöfundinn David Grossman hljóti alþjóðlegu Man Booker verðlaunin árið 2017. Grossman deilir 50 þúsund punda verðlaununum – sem samsvarar tæplega 6,5 milljónum íslenskra króna – með enskum þýðanda sínum, Jessicu Cohen.

Bókin fylgir eftir hugsunum og gjörðum meinhæðins uppistandara eina kvöldstund á sviði í ísraelskum smábæ. Brátt koma í ljós djúp hjartasár uppistandarans sem leiða til þess að hann brotnar andlega saman á sviðinu.

„David Grossman leggur af stað í virkilega djarfan skáldsagnalegan línudans en tekst stórkostlega upp,“ sagði Nick Barley formaður dómnefndarinnar um bókina. „A Horse Walks into a Bar varpar ljósi á áhrif sorgarinnar en án nokkurrar væmni. Aðalpersónan er ögrandi og ófullkomin en algjörlega sannfærandi. Við vorum alveg forviða yfir því hversu reiðubúinn Grossman var á að taka tilfinningalegar jafnt sem stílrænar áhættur. Hver einasta málsgrein telur og hvert einasta orð skiptir í máli í bókinni – sem sýnir hversu óviðjafnanlega ritfær höfundurinn er.“

Skáldsagan Fiskarnir hafa engar fætur eftir Jón Kalman Stefánsson var ein þrettán bóka sem var tilnefnd til verðlaunanna í ár, á lengri tilnefningalistanum svokallaða (e. longlist), en þetta var í fyrsta skipti sem íslenskur rithöfundur var tilnefndur til verðlaunanna.

Frá 2005 til 2015 voru alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin veitt annað hvert ár fyrir heildarverk höfundar utan Bretlands, en í fyrra voru þau veitt í fyrsta skipti fyrir eitt þýtt skáldverk. Þá var það kóreyski rithöfundurinn Han Kang sem hlaut verðlaunin fyrir bókina The Vegetarian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

17 ára piltur fær 8 ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru 

17 ára piltur fær 8 ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru