fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021

Eins og góður tími í sögu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 3. nóvember 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Assassin‘s Creed-leikirnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og er óhætt að segja að aðdáendur hafi beðið eftir nýjasta leiknum, Assassin‘s Creed Origins, með talsverðri eftirvæntingu. Um er að ræða tíunda stóra leikinn í seríunni sem er fyrir löngu orðin sígild í tölvuleikjaheiminum.

Sjónum beint að Forn-Egyptum

Assassin‘s Creed-leikirnir eiga það sameiginlegt að sækja innblástur í söguleg tímabil. Í undanförnum leikjum hefur sögusviðið verið franska byltingin, Viktoríutímabilið og nýlendutímabilið og svona mætti áfram telja. Nú er sjónum beint að Forn-Egyptum og dögum Ptolemy-ættarinnar í þessu sögufræga landi á árunum fyrir Krist.

Síðasti stóri Assassins Creed-leikurinn, Syndicate, kom út fyrir tveimur árum og því var beðið eftir Origins með talsverðri eftirvæntingu. Í Origins fara spilarar í hlutverk Bayek, sem er meðlimur í nokkurskonar elítusveit lögreglunnar. Án þess að fara of djúpt ofan í söguþráðinn er hans hlutverk að vernda óbreytta borgara í Ptolemy-keisaraveldinu.

Nýtt bardagakerfi

Það er skemmst frá því að segja að Ubisoft, framleiðanda leiksins, tekst vel upp við að skapa ógnarstóran opinn heim sem hægt er að ferðast næsta óhindrað um. Leikurinn lítur auk þess vel út og er mikið lagt upp úr því að skapa umhverfi sem líkir eftir því umhverfi sem menn áttu að venjast á þessum tíma.

Svo virðist vera sem Ubisoft hafi tekið ákveðna hluti til endurskoðunar og má í því samhengi nefna hvernig bardagar fara fram. Bayek getur notað ýmis vopn en þegar sverð eru annars vegar getur hann beitt mjög þungum höggum, sem taka lengri tíma í framkvæmd, eða léttari höggum sem taka styttri tíma og eru ekki jafn árangursrík. Það er ekki úr vegi að álykta sem svo að fyrirmyndin af þessu nýja bardagakerfi sé tekin úr leikjum á borð við Bloodborne og Dark Souls. Hvað sem því líður virkar þetta nýja kerfi ágætlega þegar maður nær tökum á því. Að öðru leyti svipar leiknum til annarra leikja í seríunni; þú getur áfram stokkið fimlega upp á húsþök – og milli þeirra – og ferðast næsta óhindrað um víðfeðm svæði.

Tætingslegur söguþráður

Helsti gallinn við Origins er þó söguþráðurinn sem virkar stundum eilítið tætingslegur og grunnur. Þá eru ekki beint margar persónur í leiknum, Bayek þar á meðal, sem maður nær djúpri tengingu við, en það er kannski eitthvað sem má fyrirgefa enda tíðarandinn fyrir tvö þúsund árum annar en hann er í dag. Undirritaður fyrirgefur þetta með söguþráðinn einnig, enda verður að viðurkennast að það er svo margt annað en söguþráðurinn sem gerir tölvuleik góðan. Ef skemmtanagildið er til staðar er allt annað aukaatriði og það á svo sannarlega við í þessum leik.

Hvað sem þessu líður lítur leikurinn að stærstu leyti mjög vel út, fyrir utan einstaka óhjákvæmilega útlitsgalla (e. glitch). Mikið er lagt upp úr umhverfinu, verkefnin sem Bayek fæst við eru fjölbreytt og það er sárasjaldan dauður tími í leiknum. Þegar Bayek er ekki að murka lífið úr óvinum er hann að hjálpa íbúum í neyð eða safna birgðum til að komast af.

Einstakur leikur að vissu leyti

Aldrei áður í tölvuleikjasögunni hefur þessu tiltekna tímabili í mannkynssögunni verið gerð jafn góð skil og er leikurinn því að vissu leyti einstakur. Á meðan maður spilar birtast ýmsir fróðleiksmolar frá þessum tíma sem gaman er að kynna sér. Assassin‘ Creed-leikirnir eru jú sérstakir fyrir einmitt þetta: Þeir eru eins og frábær sögutími en hafa ber í huga að leikirnir eru ofbeldisfullir og því ekki fyrir yngstu spilarana.

Þegar allt kemur til alls er Origins góð nýjung í Assassin‘s Creed-fjölskylduna þó hann sé kannski dálítið frábrugðinn hinum leikjunum, meðal annars í ljósi nýja bardagakerfisins. Leikurinn er þó stútfullur af góðgæti og ættu spilarar að geta varið fleiri, fleiri tímum í spilun sem heldur þeim við efnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

WHO segir ósanngjarna skiptingu bóluefna lengja heimsfaraldurinn

WHO segir ósanngjarna skiptingu bóluefna lengja heimsfaraldurinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Kynlífssenunum lekið á netið – „Hryllingur“ og „reiði“

Kynlífssenunum lekið á netið – „Hryllingur“ og „reiði“
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Celtic skilur ekkert í gagnrýni á ferð liðsins til Dubai – „Ég biðst ekki afsökunar“

Stjóri Celtic skilur ekkert í gagnrýni á ferð liðsins til Dubai – „Ég biðst ekki afsökunar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Höggið gæti kostað Messi 12 leikja bann

Höggið gæti kostað Messi 12 leikja bann
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump sagður ætla að náða 100 manns á morgun – Biden tekur við á miðvikudag

Trump sagður ætla að náða 100 manns á morgun – Biden tekur við á miðvikudag