fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Helsti keppinautur Bítlanna

Brian Wilson spilar í Hörpu – Forsprakki Beach Boys leikur Pet Sounds í heild sinni

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 20:30

Brian Wilson spilar í Hörpu - Forsprakki Beach Boys leikur Pet Sounds í heild sinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöundi áratugurinn voru ekki bara Bítlarnir og Stones. Bandaríkjamaður að nafni Brian Wilson og hljómsveit hans, Beach Boys, áttu hvað mestan þátt í að víkka út hugmyndir manna um hvað væri hægt að framkalla í hljóðveri. Bítlarnir gáfu þessu gaum og árið 1965 kom platan Rubber Soul út, sem þótti þeirra heildstæðasta verk fram að því. Brian Wilson svaraði fyrir sig með plötunni Pet Sounds, þar sem hann fjarlægðist æ meir hinn hefðbundna gítarhljóm samtímans og notaðist við kókdósir, hjólaflautur og gelt í hundum til tónlistarsköpunar sinnar, auk fjölmargra hljóðfæra, svo útkoman minnti á köflum meira a sinfóníu en popptónlist.

Platan var ein sú dýrasta sem gerð hafði verið, enda hafði Wilson hætt að fara í hljómleikaferðir með hljómsveitinni til að einbeita sér alfarið að stúdíóvinnunni. Platan seldist reyndar verr en vonir höfðu staðið til, en er í dag talin ein sú áhrifamesta í rokksögunni. Bítlarnir lögðu við hlustir og gáfu út tímamótaverkið Revolver, sem gekk lengra en fyrri verk þeirra í að nota stúdíóið sem sjálfstætt hljóðfæri.

Wilson hugðist svara með meistaraverki er átti að nefnast Smile, en hann gekk af göflunum við tökur á plötunni og tók hann marga áratugi að jafna sig. Þeirri vegferð er ágætlega lýst í kvikmyndinni Love And Mercy með John Cusack, sem kom í bíó í fyrra. Platan Smile kom svo loksins út árið 2004 og fór Brian Wilson í mikla tónleikaferð í kjölfarið.

Í ár er hálf öld liðin síðan Pet Sounds kom út og hefur Wilson af því tilefni aftur lagt land undir fót. Hefur hann lýst því yfir að þetta verði í síðasta sinn sem hann flytji efni plötunnar og er það því fagnaðarefni fyrir alla áhugamenn um poppsögu að hann komi við hérlendis og muni spila í Hörpu þann 6. september.

Pet Sounds kom út árið 1966 og var ellefta plata sólstrandarpoppsveitarinnar The Beach Boys. Hún meðal annars inniheldur slagara á borð við Wouldn't it be nice, Sloop John B og God Only Knows.
Poppsnilld Pet Sounds kom út árið 1966 og var ellefta plata sólstrandarpoppsveitarinnar The Beach Boys. Hún meðal annars inniheldur slagara á borð við Wouldn't it be nice, Sloop John B og God Only Knows.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“