fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“

Fókus
Fimmtudaginn 21. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að samfélagið hafi lagst á hliðina í kjölfar greinar sem fréttaritið Pressan birti árið 1994. Þar voru framúrskarandi íslenskir elskhugar í brennidepli og voru birtar sögur og nöfn álitsgjafa sem töldu sig fróða í því máli sem um ræðir. Eins og gengur og gerist þótti úttektin af mörgum vera ósmekkleg á meðan þeir einstaklingar sem komust á lista voru margir hverjir yfir sig kátir með sinn sess og tilheyrandi umtal.

En hvað er það sem gerir karlmenn ómótstæðilega? Í greininni segir meðal annars:

 „Útskýringar kvennanna á því hvað sé góður elskhugi eru flestar almenns eðlis. Samkvæmt könnun okkar hefur forleikurinn í víðasta skilningi þess orðs hvað mest að segja, þ.e.a.s. hvernig elskhugarnir bera sig að; hvernig þeir veiða, hvaða orð eru sögð, hvernig þau eru sögð, líkamstjáningin og fleira til, eða með hvaða hætti tekst að virkja þessa merku kyntöfra almennt. Það þarf því, eins og gefur að skilja, töluvert til að teljast góður elskhugi.“

Þetta gat ekki verið verra

Tíu árum eftir birtingu upphaflegu greinarinnar tók Pressan upp á því að rifja upp fjaðrafok þessarar upptalningar og var þá rætt við fáeina einstaklinga sem þóttu vera með bestu elskhugum Íslands að mati álitsgjafa. Sumir voru kátir með auglýsinguna á meðan aðrir voru svo sannarlega á gagnstæðu máli, eins og sjá má að neðan.

Fyrr í vor gaf DV út úttekt á eftirsóttustu bólfélögum Íslendinga og má segja að viðbrögð hafi verið af svipuðu tagi. En margir hafa eflaust gleymt þessari áðurnefndu úttekt álitsgjafa um íslensku elskhugana og meint ágæti þeirra. Þá þýðir ekkert annað en að grandskoða þar nöfnin auk þess að varpa ljósi á það hvar hvar nokkrir þeirra heppnu eru staddir í dag.

ÞETTA VORU BESTU ELSKHUGAR ÁRSINS 1994 – að mati álitsgjafa Pressunnar

Góður hópur manna – KORMÁKUR GEIRHARÐSSON

Listamaðurinn og trommarinn Kormákur Geirharðsson var sáttur með að komast á þennan umtalaða lista á sínum tíma.  „Þetta er góður hópur manna og ég ánægður að vera þar á meðal,“ sagði hann í viðtali við Pressuna árið 2004. „ Það er ánægjulegt að margir þeirra sem komust á listann skyldu hitta á sínar lukkustundir með þessum ábyrgu álitsgjöfum.“ En til gamans má geta að Langi Seli og Skuggarnir, Oxsmá, Tónabræður og Íkarus eru á meðal fjölda sveita sem Kormákur hefur leikið með.

Nýgiftur og trúði ekki eigin augum – BJÖRN JÖRUNDUR

„Ég var nýgiftur, var búinn að vera giftur í tvær vikur. Þannig að þetta gat ekki verið verra. Mér fannst sem nýgiftum manninum þetta afar ósmekklegt og trúði vart mínum eigin augum.“ Þetta sagði Björn Jörundur, tónlistarmaður, en hann var á báðum áttum með að vera opinberaður sem einn af heitari elskhugum Íslands. Björn hefur auðvitað vakið mikla lukku með hljómsveitinni Nýdönsk og hefði hann trúlega verið ánægðari með sæti sitt á lista elskhuganna ef hann hefði verið einhleypur á þeim tíma. En það er aðeins getgáta.

Kynorkan á Kaffibarnum – BALTASAR KORMÁKUR

„Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma,“ segir Baltasar í upprifjun Pressunnar árið 2004, en hann sá hvorki neitt móðgandi né athugavert við sinn sess á umræddum lista. Baltasar rak sjálfur Kaffibarinn á sínum tíma en manninn þarf vart að kynna fyrir landanum enda einn, ef ekki þekktasti kvikmyndagerðarmaður Íslands. Í áraraðir hefur hann bæði gert kvikmyndir hérlendis sem erlendis, auk þess að daðra annað slagið við leikhúsverkefni. Að svo stöddu hefur Baltasar nýlokið framleiðslu á annarri seríu Ófærðar og má næst eiga von á spennutryllinum Deeper, með hinum eina sanna Idris Elba í aðalhlutverki, en hann var kosinn kynþokkafyllsti karlmaður ársins 2018 af tímaritinu People. Því má segja að íslenskur kynþokki mæti erlendum og verður fróðlegt að sjá afraksturinn.

Bar ekki skömmina með þögn – FRIÐRIK ERLINGSSON

Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Friðrik Erlingsson var ekki par sáttur með upprifjunina árið 2004, en þar segir hann: „Ég kemst ekki hjá því að sjá þetta öðruvísi en að mannorði mínu hafi verið nauðgað af blaði yðar og eins og öllum fórnarlömbum nauðgunar ber að gera ætla ég ekki að bera skömmina með þögn.“

 


 

Dauðans alvara og skrípó – ÓSKAR JÓNASSON

Margir þekkja til Óskars undir því merki að vera einn ástsælasti kvikmyndagerðarmaður þjóðarinnar, með flotta titla undir belti á borð við Sódómu Reykjavík, Perlur og svín og Reykjavík-Rotterdam. Einnig eru ýmsir sem muna eftir Óskari undir heiti töframannsins „Skari skrípó.“ Hvað honum hefur tekist að töfra fram í svefnherberginu nú sem fyrr er eitthvað sem má lengi spyrja sig að.

 

Myndlistarblossi – PÁLL BANINE

Páll var einna þekktastur fyrir að vera söngvari hljómsveitarinnar Bubbleflies sem starfaði við góðan orðstír hér um árið. Upp úr síðari hluta tíunda áratugarins gafst hann upp á hljómsveitinni og fór að stunda nám við Myndlista- og handíðaskólann. Hann þykir mjög hæfileikaríkur teiknari og þótti jafnframt sýna eldhressa takta í einu aðalhlutverki kvikmyndarinnar Blossi/810551. Undanfarin ár hefur hann starfað mestmegnis við myndlist sína erlendis og gert ágætishluti.

 

Úr sókn í Framsókn – WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON

Willum er fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari í knattspyrnu og núverandi þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn. Willum er einnig menntaður rekstrarfræðingur og hefur kennt hagfræði við Menntaskólann í Kópavogi. Willum var í ungmennalandsliðunum í körfubolta og knattspyrnu en valdi knattspyrnuna fram yfir körfuboltann.

 

Frábært hár – ARI ALEXANDER MAGNÚSSON

Ari Alexander Ergis Magnússon kemur úr listamannafjölskyldu og var hárgreiðslumeistari í áraraðir áður en hann snéri sér að kvikmyndagerð. Í fyrrahaust sendi hann frá sér sína fyrstu leiknu kvikmynd í fullri lengd, en það var spennudramað Undir halastjörnu sem fjallaði um líkfundarmálið svokallaða frá árinu 2004 sem öll þjóðin fylgdist með. Ari er hæfileikaríkur og með sérstæðan persónuleika. Segja má einnig að aldurinn hafi farið vel með hann, eða eins og Stuðmenn orðuðu það: „Mikið líturðu vel út, beibí. Frábært hár.“

 

Fullir vasar – BJÖRGÓLFUR THOR

Milljarðamæringurinn Björgólfur Thor Björgólfsson var fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes Magazine yfir 500 ríkustu einstaklinga heims. Áður en kappinn náði að gerast slíkur brautryðjandi sá hann meðal annars um rekstur á tveimur stærstu skemmtistöðum Reykjavíkur á fyrri árum, Tunglinu og Skuggabarnum. Björgólfur trónir enn á Forbes-listanum og hefur tekið þar hin ýmsu stökk á undanförnum árum. Hann er í fínum málum.

 

Stefnumót með stefnumótaranum – HÁKON GUNNARSSON

Á þeim tíma þegar listinn var unninn var Hákon framkvæmdastjóri HM í handbolta. Síðan þá hefur hann gegnt stjórnunarstöðum, bæði sem fjármála- og framkvæmdastjóri hjá framleiðslu og þjónustufyrirtækjum. Hann hefur flutt erindi um stefnumótun og verkefni á því sviði víða um heim og staðið fyrir heimsóknum fræðimanna á sviði stefnumótunar og stjórnunar til landsins. Hákon er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá Copenhagen Business School og menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Ekki amalegur ferill.

 

Steig til hliðar – STEFÁN JÓNSSON

Stefán Jónsson hefur verið áberandi í íslensku leiklistarsenunni frá upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Hann hefur dúkkað upp í kvikmyndunum Ryð, Strákarnir okkar, Gauragangur auk fyrri seríunnar af Ófærð. Einnig gegndi hann störfum fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. Sinnti hann því starfi í tíu ár en nýverið steig hann til hliðar við leikstjórn lokaverkefnis útskriftarnema við skólann í kjölfar umræðunnar um #metoo byltinguna.

 

Alveg milljón – ÞORSTEINN J.

Þorsteinn Jens Vilhjálmsson, betur þekktur sem Þorsteinn Joð, hefur lengi verið fastagestur í sjónvarpstækjum Íslendinga. Hjá mörgum hefur hann verið kenndur við Ísland í dag en ófáir muna einnig eftir honum sem kynni spurningaþáttarins Viltu vinna milljón? Þess ber að geta að sama ár og hann var valinn einn af heitari elskhugum landsins vann hann einnig til Åke Blomström verðlaunanna fyrir framúrskarandi störf í útvarpi.

 

Hrekkjusvín eða Stuðmaður? – SIGURÐUR BJÓLA GARÐARSSON

Tónlistarmaðurinn Sigurður Bjóla var um árabil söngvari og lagasmiður í Spilverki þjóðanna ásamt Hrekkjusvínum og var um skeið liðsmaður í Stuðmönnum. Sigurður hefur ekki verið fyrirferðarmikill í fjölmiðlum undanfarna áratugi og hefur hann haldið sig á Stokkseyri að mestu.

 

Úr poppi í bíó – RICHARD SCOBIE

Tónlistarmaðurinn Richard Scobie sló í gegn með hljómsveit sinni Rikshaw á áttunda áratugnum og gerði ekki síður lukku með hljómsveitinni Loðin rotta. Síðar meir sneri hann baki við poppinu og hefur í seinni tíð helgað sig kvikmyndagerð og auk þess að skrifa handrit framleiðir hann og leikstýrir undir merkjum Arctic Monkey Productions. Richard býr á Írlandi og lauk fyrir nokkrum árum MA-prófi í handritsgerð frá National Film School á Írlandi með hæstu einkunn.

 

Úti um allt – ÞORVALDUR BJARNI ÞORVALDSSON

Þorvaldur hefur farið yfir víðan völl, meðal annars sem meðlimur í hljómsveitunum Exodus, Pax Vobis, Geiri Sæm og Hunangstunglið, Todmobile og Tweety. Auk þess hefur hann fengist við útsetningar, upptökustjórn og tónlistarstjórn í leikhúsi og kvikmyndum. Hann hefur samið tónlist fyrir nokkra íslenska söngleiki eins og Ávaxtakörfuna, Benedikt búálf og Hafið bláa. Hann hefur þrisvar verið höfundur að lagi sem hefur keppt fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Fyrst var það All out of luck árið 1999, síðan If I had your love 2005 og Til hamingju Ísland 2006. Og hver getur gleymt því þegar hann gegndi hlutverki dómara í Íslensku Idol stjörnuleitinni sem hófst árið 2003.

Neðangreindir karlmenn voru einnig nefndir í upptalningunni miklu.

Atli Berg­mann sölumaður og dyra­vörður

Davíð Magnús­son tón­list­armaður

Eyj­ólf­ur Kristjáns­son söngv­ari

Fjöln­ir Braga­son mynd­list­armaður

Friðrik Weiss­happ­el veit­ingamaður

Har­ald G. Har­alds leik­ari

Hjalti Rögn­valds­son leik­ari

Jó­hann­es Ara­son barþjónn

Jón Sæmund­ur Björn­holt

Jón Kal­dal blaðamaður

Jón Skuggi bassa­leik­ari

Leif­ur Leópolds­son ný­ald­ar­frömuður

Matth­ías Viðar Sæ­munds­son bók­mennta­fræðing­ur

Pét­ur Ottesen

Sindri Gunn­ars­son, iðnhönnuður og flugþjónn

Tryggvi Tryggva­son arki­tekt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Í gær

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar