fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Nekt íslenskra tónlistarmanna vekur athygli: „Við hlógum að þessari hugmynd“

Fókus
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Kristín Anna hefur vakið þónokkra athygli fyrir umslag nýjustu plötunnar sinnar, I Must be the Devil. Platan er væntanleg þann 5. apríl næstkomandi en umrætt umslag prýða tuttugu naktir íslenskir karlmenn, sem eru víða þekktir úr menningarlífi landsins og tónlistarbransanum ekki síður. Segja má að nekt sé endurtekið í plötuumslögum tónlistarkonunnar en Kristín var gestur í Morgunþættinum Múslí og mætti þangað með umslag plötunnar.

„Við hlógum að þessari hugmynd en henni var svo hrint í framkvæmd. Hugmyndinni var síðan kastað á strákanna og við þurfum að redda tuttugu allsberum strákum á skömmum tíma,“ segir Kristín.

Segir Kristín að úrvalið af karlmönnum sé fjölbreytt á umslaginu, en þarna eru meðal annars samstarfsmenn Kristínar, t.d. útgefandi hennar og grafískur hönnuður ásamt afa barnsins hennar. Á meðal þeirra karlmanna eru Sturla Atlas, Logi Pedro, Haraldur Ari Stefánsson leikari og uppistandarinn Bergur Ebbi Benediktsson. Myndina tók Ari Magg.

„Þarna er líkaminn skúlptúrefni myndarinnar,“ segir Kristín og bætir við að sé ekkert að því ef einhverjum á til að finnast umslagið hneykslandi.

Kristín lét gott af sér leiða með tilrauna-popp-hljómsveitinni Múm, síðar gaf hún út tilraunarkennda píanótónlist undir listamannsnafninu Kría Brekkan, en gefur nú út sína aðra breiðskífu undir eigin nafni.

Viðtalið við Kristínu má heyra að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025