fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fókus

Einar Bárðar í rusli

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 2. mars 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson, athafnamaður og áður umboðsmaður með meiru, virðist heillaður af nýjasta æðinu á Norðurlöndum ef marka má stöðufærslu hans á Facebook. Þessi stundartíska snýst um að skokkarar tína upp rusl á leið sinni. Þetta nefnist Plogging og óskar Einar eftir íslenskri þýðingu í Facebook-hópnum Skemmtileg íslensk orð: „Að hlaupa og tína rusl er nýtt æði í Skandinavíu. Það er kallað Plogging. Sem er jogging og eitthvað sænskt orð um að tína, bundið í eitt.“ Meðlimir hópsins stinga upp á ýmsum nýyrðum en miðað við fjölda „læka“ virðist „pikkskokk“ vera hlutskarpast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær