fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Ninna gefur egg í annað sinn

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ninna Karla Katrínardóttir er um þessar mundir að gefa egg í annað skiptið. Hún er hvergi af baki dottin og segist ætla að halda áfram að gefa þar til hún má það ekki lengur. „Í fyrsta skiptið sem ég gaf egg þá bað vinkona mín mig um að gefa sér það. Ég hafði ætlað að gera þetta heillengi en aldrei gert neitt í því og dreif því loksins í því. Núna er ég að gefa í annað skipti og ég gef vegna þess að það er löng bið eftir eggjum og mig langar að hjálpa fólki að láta drauma sína um barneignir rætast,“ segir Ninna í viðtali við Bleikt.

Sjálf á hún tvær fullkomnar dætur og telur ólíklegt að hún muni sjálf eignast fleiri börn. „Ég lít þannig á þetta að ég á fjölda eggja sem ég hef engin not fyrir, ég er búin að eignast börn og ætla mjög líklega ekki að eiga fleiri svo ég vil að aðrir geti upplifað þetta dásamlega hlutverk sem er að verða foreldri,“ segir Ninna. Hún leyfir áhugasömum að fylgjast með meðferðinni á Snapchat undir notandanafninu: ninnakarla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna