fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Leikgleðin í fyrirrúmi

Afmælis- og styrktargolfmót Soroptimistasystra á Nesinu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 27. ágúst 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

40 ára afmælis- og styrktargolfmót Soroptimistasystra á Seltjarnarnesi fór fram fyrir stuttu á Nesvellinum hjá Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi. Yfir 80 konur skemmtu sér á golfvellinum og var leikgleðin í fyrirrúmi, en þetta var sjötta styrktargolfmótið sem þær halda.

„Golfmótið er ein aðalfjáröflunarleið Soroptimistasystra ásamt happdrætti á skemmtikvöldi í nóvember með þeim vinningum sem ekki ganga út í golfmótinu en Soroptimistasystur hafa notið góðvildar fjölmargra fyrirtækja sem styrkja klúbbinn í góðgerðastarfinu,“ segir Sjöfn Þórðardóttir, formaður Soroptimistaklúbbsins, sem einnig var mótsstjóri golfmótins.

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Eva María Jónsdóttir og Margrét Arna Hlöðversdóttir.
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Eva María Jónsdóttir og Margrét Arna Hlöðversdóttir.

Mótið fór fram í sól og blíðu þar sem konur spiluðu golf með bros á vör. Mótið var fullbókað og vel það þar sem bæta þurfti við hollum til að koma öllum að enda ávallt biðlisti eftir að komast að.

Margrét Nielsen og Málfríður Pálsdóttir.
Margrét Nielsen og Málfríður Pálsdóttir.

Hefð er fyrir því að bjóða keppendum upp á hressingu þar sem 5. og 9. teigur á nesinu mætast í gómsætt heimabakað góðgæti, drykki og skálað er í freyðivíni sem ávallt vekur jafn mikla lukku.

„Allar konur ljúka leik á sama tíma svo það myndast góð og skemmtileg stemning að móti loknu þegar allar koma inn eftir spilið, hressar og glaðar eftir skemmtilega útiveru,“ segir Sjöfn. Boðið var upp á Prosecco í fordrykk í boði Vífilfells við golfskálann. Að því loknu var haldið inn í skálann, þar sem kvöldverður var snæddur meðan á verðlaunaafhendingu stóð.

„Hingað til hefur engin kona farið heim án verðlauna á mótinu sem skemmir ekki stemninguna, en dregið var úr öllum skorkortum þátttakenda að verðlaunaafhendingu lokinni. Einnig voru dregin úr skorkortum sérstök afmælisverðlaun sem voru meðal annars Útsýnisflug með Norðurflugi,“ segir Sjöfn.

Soroptimistar eru alþjóðleg hjálpar- og friðarsamtök kvenna. Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness var stofnaður 24. september árið 1977 og á því 40 ára afmæli í ár. Hann hefur rétt margvíslegum málefnum hjálparhönd með styrkveitingum. Allur ágóði 40 ára afmælis golfmótsins rennur til styrktar verkefni í heimabyggð í samstarfi við Miðstöð foreldra og barna og Heilsugæslustöð Seltjarnarness, sem færa verðandi foreldrum bókina „1000 fyrstu dagarnir – barn verður til“ sem er ætlað að aðstoða foreldra fyrstu árin í lífi barnsins.

Gullveig Sæmundsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Nýs Lífs, í miðjunni ásamt góðum vinkonum.
Glatt á hjalla Gullveig Sæmundsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Nýs Lífs, í miðjunni ásamt góðum vinkonum.

Golfkonur skemmtu sér vel á mótinu.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Punktakeppni án forgjafar:

  1. sæti Sigurborg Daðadóttir
  2. sæti Dóra Ingólfsdóttir
  3. sæti Elínborg Sigurðardóttir
  4. sæti Laufey Valgerður Oddsdóttir
  5. sæti Kristín Þórisdóttir
  6. sæti Ingunn Gunnarsdóttir

Punktakeppni með forgjöf:6. sæti Hlín Helga Pálsdóttir5. sæti Fríða B. Andersen4. sæti Kristjana Ólafsdóttir3. sæti Jónína Ragnheiður Ketilsdóttir2. sæti Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir1. sæti Sigríður Sigtryggsdóttir

Næstar holu:2. braut Laufey Oddsdóttir5. braut Elínborg Sigurðardóttir8. braut Dóra Ingólfsdóttir

Lengsta upphafshögg: Hulda S. Sigtryggsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins