fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Líkin fundin 22 árum síðar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskur fjallgöngumaður gekk fram á lík þriggja manna á Mont Blanc, hæsta fjalli Vestur-Evrópu, á dögunum. Talið er að líkin séu af fjallgöngumönnum sem saknað hefur verið frá árinu 1995.

„Jökullinn er stöðugt á hreyfingu og við getum sagt það með nokkurri vissu að þessir menn hafi dáið árið 1995,“ segir talsmaður björgunarsveitar í Val d‘Aoste á Ítalíu í samtali við AFP-fréttaveituna.

Nú þegar er vinna farin af stað sem miðar að því að koma líkunum af fjallinu. Á undanförnum árum hefur ís og snjór bráðnað nokkuð hratt á Mont Blanc og samhliða því hafa lík þeirra sem látist hafa á fjallinu á undanförnum áratugum komið fram.

Ekki er langt síðan líkamsleifar nokkurra þeirra sem létust í tveimur flugslysum fyrir margt löngu komu fram. Talið er að á fjallinu séu lík 160 fjallgöngumanna sem týnt hafa lífi á fjallinu, auk margra sem látist hafa í flugslysum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum