fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Egill um brösulega byrjun H&M: „Gildi þess að bjóða útvöldum í opnunina er nákvæmlega ekki neitt“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Opnun H&M á Íslandi er eitthvert skringilegasta PR klúður sem maður hefur orðið vitni að,“ segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason á bloggsíðu sinni á vef Eyjunnar.

Egill nefnir til dæmis uppákomuna með auglýsinguna sem komið var fyrir á Lækjartorgi, en um var að ræða stóran innkaupapoka sem ekki hafði fengist leyfi fyrir. Þá bendir Egill á fréttir um boðslista „fína fólksins“ sem verður við opnun H&M í kvöld.

Sjá einnig:
Þetta er útvalda fólkið sem er boðið í opnunarpartí H&M

„Þetta er satt að segja afar tvíbent. H&M er mjög alþýðleg verslun – þeir sem eru snobbaðir, finnst gaman að eyða peningum, vilja fín föt eða merkjavöru – munu ekki versla í H&M. Það gera heldur ekki þeir sem vilja vönduð föt, í fyrra keypti ég tvennar stuttbuxur á son minn í H&M verslun í Berlín, hvorugar entust sumarfríið,“ segir Egill og bætir við:

„Gildi þess að bjóða útvöldum í opnunina er nákvæmlega ekki neitt – virkar líklega öfugt fremur en hitt. Íslenskur almenningur hefur lengi þyrpst í H&M búðir á ferðalögum erlendis.
Svo er auðvitað stóra spurningin, en það er verðið. Kosta flíkurnar það sama í H&M á Íslandi og í nágrannalöndum? Hvernig verður H&M vísitalan – þarna verður hægt að gera býsna nákvæman samanburð?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum