fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Grímsævintýri á Borg í blíðskaparveðri

Árleg hátíð í Grímnes- og Grafningshreppi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. ágúst 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var dásemda veður laugardaginn 12. ágúst síðastliðinn þegar Grímsævintýrin fóru fram á Borg. Nóg var í boði fyrir alla fjölskylduna: markaður, hoppukastalar og skemmtiatriði, auk tombólu kvenfélagsins en allur ágóði af henni rennur til góðgerðar- og líknarmála innanlands.

Leikfélagið á Borg sýndi sína útgáfu á Grímsævintýrum.
Grímsævintýrin leikin Leikfélagið á Borg sýndi sína útgáfu á Grímsævintýrum.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

Einnig var markaður í íþróttahúsinu þar sem Kvenfélag Grímsneshrepps var með sinn sölubás með brauðum, bakkelsi og flottum sultum. Aðrir sölubásar voru með listaverkum, máluðum eða útskornum, ýmiskonar handprjóni og handavinnuvörum ásamt ýmsum öðrum vörum.

Girnileg brauð, bakkelsi og sultur á sölubás Kvenfélags Grímsneshrepps.
Girnilegt bakkelsi Girnileg brauð, bakkelsi og sultur á sölubás Kvenfélags Grímsneshrepps.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

„Kvenfélagskonur Grímsnes- og Grafningshrepps hafa haldið tombóluna árlega frá árinu 1926,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður félagsins. Tombólan er því líklega ein sú lífseigasta á landinu. Mikil hefð hefur myndast af Tombólunni síðustu rúmlega 90 ár og gera margir sér sérstaka ferð ár hvert til að kaupa sér miða. Margir og fjölbreyttir vinningar voru í boði og engin núll. „Allur ágóðinn af tombólunni rennur til góðgerðar- og líknarmála innanlands og vilja kvenfélagskonur þakka þeim fjölmörgu sem styrktu málefnið með kaup á tombólumiðum. Hlökkum til að sjá alla aftur á Grímsævintýrum 11.ágúst 2018,“ segir Laufey.

Fullt af vinningum og gestir þegar búnir að stilla sér upp.
Vegleg tombóla Fullt af vinningum og gestir þegar búnir að stilla sér upp.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

Skemmtun fyrir alla í boði

Úti á íþróttavelli voru hoppukastalar og Hjálparsveitin Tintron með bílana sína til sýnis og Brunavarnir Árnessýslu mættu með slöngubíl þar sem krakkar gátu fengið að prófa að sprauta úr brunaslöngunni.

Glaðir krakkar við hoppukastalana.
Kátir krakkar Glaðir krakkar við hoppukastalana.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

Alltaf gaman að prófa að setja sig í spor slökkviliðsmanna og sprauta úr brunaslöngu.
Og svo sprauta Alltaf gaman að prófa að setja sig í spor slökkviliðsmanna og sprauta úr brunaslöngu.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

Gestir spenntir yfir Grímsævintýrum Leikfélagsins á Borg.
Fjörug leiksýning Gestir spenntir yfir Grímsævintýrum Leikfélagsins á Borg.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

Á sviðinu mættu Einar einstaki töframaður sem lék listir sínar, Karítas Harpa Davíðsdóttir sigurvegari Voice á Íslandi tók nokkur lög, Leikfélagið Borg sýndi sýninguna Grímsævintýri, Tralli trúður mætti á svæðið.

Karitas Harpa umkringd hressum stelpum.
Ánægðar stúlkuhópur Karitas Harpa umkringd hressum stelpum.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

Umhverfisnefnd Grímsnes- og Grafningshrepp afhenti umhverfisverðlaun sveitafélagsins 2017 en það var Kerhólsskóli, leik og grunnskóli sveitarinnar, sem hlaut verðlaunin í ár.

Eva Guðbjartsdóttir og Hörður Guðmundsson úr Umhverfisnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps, Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri Kerhólsskóla ásamt nokkrum nemendum skólans að taka við Umhverfisverðlaunum 2017.
Umhverfisverðlaunin 2017 Eva Guðbjartsdóttir og Hörður Guðmundsson úr Umhverfisnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps, Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri Kerhólsskóla ásamt nokkrum nemendum skólans að taka við Umhverfisverðlaunum 2017.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

Mikil gleði og ánægja skein úr andliti barna og annarra á svæðinu eftir skemmtilegan dag og þess má geta að enginn aðgangseyrir er inn á svæðið eða í hoppukastalana.

Flottir feðgar að slaka á á íþróttavellinum eftir að hafa verslað sér góðgæti á markaðnum.
Afslöppun Flottir feðgar að slaka á á íþróttavellinum eftir að hafa verslað sér góðgæti á markaðnum.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

Mæðgurnar Ása Gunnarsdóttir, Kristín, Ása og Sigurlaug Karlsdætur, voru mættar á tombóluna.
Hressar mæðgur Mæðgurnar Ása Gunnarsdóttir, Kristín, Ása og Sigurlaug Karlsdætur, voru mættar á tombóluna.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

Gestir voru ánægðir með Grímsævintýrin og veðrið.
Góðir gestir Gestir voru ánægðir með Grímsævintýrin og veðrið.

Mynd: Laufey Guðmundsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni