fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Aðalvík séð úr lofti: Magnað myndskeið – „Börnin læra leika sér upp á nýtt fjarri tölvum, símum og ipödum“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum farið þarna síðan við vorum 3 ára gamlir og þá var aðgengið miklu minna en nú. Þá var bara ein áætlunarferja. Ef þú ætlaðir að vera í einhvern tíma þá þurfti að panta mat með þeirri ferju og fóru starfsmenn ferjunnar í búð fyrir viðskiptavinina á Ísafirði. En síðan er auðvitað hægt að veiða fisk til matar í vatninu og ánni í Aðalvík.“

Þetta segir Garpur Elísabetarson þegar hann er beðinn um að lýsa myndskeiði sem hann tók upp með flygildi í Aðalvík á Hornströndum. Garpur og bróðir hans Jökull hafa farið reglulega til Aðalvíkur á sumrin en faðir þeirra, Ingi Bæringsson er ættaður úr víkinni. Í Aðalvík ríkir tími náttúrunnar og þar er ekkert rafmagn.

„Breski herinn kom þarna í seinni heimsstyrjöldinni og byggði sér herstöð upp á fjallinu fyrir ofan bæina. Bandaríski herinn kom svo eftir að allt lagðist í eyði og gerði sína eigin herstöð upp á öðru fjalli, en þær rústir eru stærri og meiri en má sjá á fjallinu í myndskeiðinu.“

Garpur bætir við:

Það er líka gaman að hitta fólkið sem bjó og ólst upp í víkinni,“ segir Garpur: „Kíkja í kaffi til þeirra og hlusta á allar sögurnar.“

Garpur segir að lokum:

„Núna er gaman að fara með börnin mín og kenna þeim aðeins það sem pabbi minn kenndi mér um náttúruna og lífið. Börnin læra leika sér upp á nýtt fjarri tölvum, símum og ipödum en ekkert rafmagn er í víkinni.“

[vimeo 226824433 w=640 h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra