fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Frábær félagsskapur og fín hreyfing

Pálmar Örn Guðmundsson kynntist salsa

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 3. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæsileg salsahátíð, Midnight Sun Salsa, er nýafstaðin í Reykjavík. Hápunktur hennar var salsadanskeppni sem haldin var á laugardagskvöldið og meðal þeirra sem kepptu þar er Pálmar Örn Guðmundsson sem kynntist salsa á Kúbu og fór á námskeið hjá Salsa Ísland í kjölfarið.

„Þetta byrjaði þannig að ég ferðaðist til Kúbu þar sem ég var í tíu vikur og ég kynntist salsa þar,“ segir Pálmar Örn. „Þegar ég kom heim aftur þá langaði mig til að læra salsa, af því að ég hef einfaldlega áhuga á dansi.“

Pálmar Örn er afar listhneigður og helgast bæði vinnan og áhugamálin af því, hann kennir börnum í grunnskóla Grindavíkur, hefur samið og æft árshátíðarsýningu með nemendum efri bekkja skólans, þjálfar í fótbolta, málar, spilar og syngur sem trúbador auk þess að dansa salsa.

Edda Blöndal er sannkölluð salsadrottning Íslands og hafði veg og vanda af Midnight Sun Salsa. Hún og eiginmaður hennar, Páll Sigurðsson, salsa í gegnum lífið saman, eiga Salsa Ísland, kenna salsa og dansa salsa.
Lífið er salsa Edda Blöndal er sannkölluð salsadrottning Íslands og hafði veg og vanda af Midnight Sun Salsa. Hún og eiginmaður hennar, Páll Sigurðsson, salsa í gegnum lífið saman, eiga Salsa Ísland, kenna salsa og dansa salsa.

Örlítið krefjandi í upphafi

Pálmar Örn fór fljótlega á byrjendanámskeið hjá Salsa Ísland og er í dag búinn að fara á alls átta námskeið, bæði byrjenda- og framhaldsnámskeið. „Það var örlítið krefjandi fyrst að mæta og þekkja engan og kunna ekki dansinn,“ segir Pálmar Örn. „En það er fljótt að breytast og ég mæli með að fólk fari á námskeið og sérstaklega ef það hefur ekkert verið í dansi áður. Á námskeiðunum þá lærir þú sporin og svo fer maður á danskvöldin í Iðnó til að æfa þau.“

Pálmar Örn segir það töfrum líkast að fara á gólfið og dansa við einhvern með hreyfingum í takti. „Það er ekki skipað fyrir með orðum, heldur leiðir maður dömuna áfram með ákveðnum hreyfingum og bendingum, sem einmitt eru kennd á námskeiðum. Tilgangurinn með danskvöldunum er að æfa sig og verða betri og betri. Það er ekkert mál að mæta einn á þau, maður kynnist fólki gegnum námskeiðin og þá gerist það ósjálfrátt að maður dansar við þau á opnu kvöldunum, svo kynnist maður sífellt fleirum.“

Pálmar Örn og danshópur hans voru hæstánægð með keppnina þó að þau hafi ekki landað vinningssæti í þetta sinn.
Salsafjör Pálmar Örn og danshópur hans voru hæstánægð með keppnina þó að þau hafi ekki landað vinningssæti í þetta sinn.
Natalie T. Narváez Antonsdóttir og Pálmar Örn í salsasveiflu.
Þvílík tilþrif Natalie T. Narváez Antonsdóttir og Pálmar Örn í salsasveiflu.

Pálmar Örn keppti í fyrsta sinn á Midnight Sun Salsa og keyrði alls fjórum sinnum í viku til Reykjavíkur, bara fyrir salsað, en hann er búsettur í Grindavík. „Edda valdi hópinn minn í janúar og við slógum öll til. Síðan var samin dansrútína fyrir okkur sem við byrjuðum að æfa núna í maí, þannig að síðustu vikur þá er ég búinn að mæta á þrjár æfingar í viku auk miðvikudagsdanskvöldanna í Iðnó.

Þetta gekk ótrúlega vel og allt small saman þetta kvöld þó að við höfum samt ekki unnið, dómararnir lýstu þó yfir ánægju með atriðið okkar,“ segir Pálmar Örn. En af hverju að dansa salsa? „Mér finnst þetta æðislegt, það er svo mikil gleði og stór hluti af þessu er félagsskapurinn, maður á orðið fjölda vina og þetta er frábær hreyfing.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=KzNXNzK191c?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Sigurliðin þrjú voru kampakát með verðlaunasætin.
Sigursæl í salsa Sigurliðin þrjú voru kampakát með verðlaunasætin.
Dömurnar í IceSalseras frá SalsaIceland lentu í fyrsta sæti.
Gull í fyrsta sæti Dömurnar í IceSalseras frá SalsaIceland lentu í fyrsta sæti.
Finnsku félagarnir í Dream Team frá Helsinki Salsa Academy voru grænir og glaðlegir með annað sætið.
Draumalið Finnsku félagarnir í Dream Team frá Helsinki Salsa Academy voru grænir og glaðlegir með annað sætið.
Dómarinn Susana Montero, Wiewióra Wójcik og Patryk Stachowiak, sem lentu í þriðja sæti fyrir Ísland/Pólland, og Edda.
Salsaferna Dómarinn Susana Montero, Wiewióra Wójcik og Patryk Stachowiak, sem lentu í þriðja sæti fyrir Ísland/Pólland, og Edda.
Þau Jón Eyþór Gottskálksson, Telma Rut Sigurdardottir, Ásdís Ósk Finnsdóttir,  og Javi Valiño slógu í gegn með atriði sínu, enda öll alvön dansgólfinu.
Fimir dansarar Þau Jón Eyþór Gottskálksson, Telma Rut Sigurdardottir, Ásdís Ósk Finnsdóttir, og Javi Valiño slógu í gegn með atriði sínu, enda öll alvön dansgólfinu.
Alls kepptu níu lið í danskeppninni, þar af fjögur erlend, og voru þau hvert öðru betra, þó að aðeins þrjú hafi getað landað vinningssætum.
Níu lið Alls kepptu níu lið í danskeppninni, þar af fjögur erlend, og voru þau hvert öðru betra, þó að aðeins þrjú hafi getað landað vinningssætum.
Alls kepptu níu lið.
Fjöldi atriða Alls kepptu níu lið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife