fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fókus

Sir Roger Moore er látinn

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn Roger Moore, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í James Bond-myndunum, er látinn, 89 ára að aldri. Þetta tilkynntu börn leikarans en í tilkynningunni kemur fram að Moore hafi látist í Sviss. Banamein hans var krabbamein sem hann hafði glímt við um skamma hríð.

Moore fæddist í London árið 1927 og eftir að hafa starfað sem fyrirsæta á sínum yngri árum skrifaði hann undir samning við HGM snemma á sjötta áratug síðustu aldar.

Ferill Moore í kvikmyndum fór rólega af stað en árið 1973 kom stóra tækifærið þegar hann túlkaði James Bond í myndinni Live and Let Die.

Allt í allt lék Moore í sex Bond-myndum á tólf ára tímabili. Síðasta Bond-mynd hans kom út árið 1985 og þá var hann orðinn 58 ára.

Auk þess að leika James Bond lék Moore í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við The Saint og The Persuaders! Þá lét hann sig góðgerðarmál varða og var gerður að sérstökum erindreka Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, árið 1991.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hermann um skilnaðinn og svikin – „Hann laug að ég væri dáinn“

Hermann um skilnaðinn og svikin – „Hann laug að ég væri dáinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ADHD og vandamál með matarvenjur leiðast oft hönd í hönd – Gerðu þetta í staðinn

Segir að ADHD og vandamál með matarvenjur leiðast oft hönd í hönd – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það eina sem Demi Moore krafðist fyrir fræga bikiníatriðið

Það eina sem Demi Moore krafðist fyrir fræga bikiníatriðið